Segja börn sækja í klám vegna lélegrar kynfræðslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 14:30 Bæði stelpur og strákar skoða klám á netinu til að fræðast um kynlíf. Vísir/getty Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún. Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún.
Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira