Hraktist einstæð heim í Búðardal og er þar föst í skuldafeni Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2018 11:00 Jónína Kristín er fórnarlamb Hrunsins. Hún er föst í skuldafeni og sér ekki til lands. Alda Lóa „Ég er núna með sömu laun í krónum talið og ég var með fyrir Hrun. Þetta voru ágæt laun þá en eru núna nær lágmarkslaunum. En ég borga næstum tvöfalt meira í leigu. Samt hef ég flutt úr bænum heim í Búðardal þar sem leiguverð er miklum mun lægra. Svona íbúð myndi örugglega kosta tvöfalt meira í bænum,“ segir Jónína Kristín Guðmundsdóttir, sem leigir íbúð í raðhúsi við Lækjarhvamm í Búðardal af Almenna leigufélaginu. Þar býr hún ásamt níu ára gömlum syni sínum, Jóni Leví. Þannig hefst ein þeirra sagna sem Gunnar Smári Egilsson er að taka saman þessa dagana en hann keyrði hringinn um landið ásamt Öldu Lóu Leifsdóttur og ræddi við leigjendur, sem margir eru í vonlausri stöðu. Alda Lóa myndaði. Vísir ræddi við þau Öldu Lóu og Gunnar Smára en fyrst er rétt að skoða eina frásögnina sem Vísir birtir hér með góðfúslegu leyfi höfunda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Atvinnulaus eftir Hrunið Jón Leví fæddist í Hruninu. Jónína Kristín varð ólétt 2008 og Jón Leví kom í heiminn í miðri kosningabaráttunni í apríl 2009. Fyrir Hrun var Jónína Kristín móttökustjóri á Hótel Óðinsvéum og leigði íbúð í Reykjavík. En hún flutti heim til mömmu sinnar í Búðardal til að eignast barnið. Sumarið eftir flutti hún svo aftur í bæinn, leigði íbúð sem afi hennar og amma áttu. Hún var í fæðingarorlofi og naut þess, hafði haft góðar tekjur og gat því vel séð fyrir sér og barninu. Svo kláraðist fæðingarorlofið og Jónína Kristín fann enga vinnu. Hún var stödd í miðju mesta atvinnuleysi Íslandssögunnar. „Þar sem ég var ein með barn gat ég ekki unnið vaktavinnu og ég gat heldur ekki tekið að mér ábyrgðarstörf, þar sem fyrirtæki vilja hafa aðgang að yfirmönnum allan sólarhringinn. Ég leitaði og leitaði en fann bara enga vinnu,“ segir Jónína Kristín. Og tíminn leið, mánuðir og ár. Hún var atvinnulaus í meira en tvö ár. Föst í skuldafeni „Fólk spurði mig oft hvort þetta tæki ekki á sálina, að hafa enga vinnu,“ segir Jónína Kristín, „en það truflaði mig ekki þannig séð að hafa ekki vinnu. Ég hafði fullt að gera, var með lítið barn og leiddist ekki eina sekúndu. En blankheitin voru að drepa mig. Það var ekki fræðilegur möguleiki á að við gætum lifað af atvinnuleysisbótum. Ég safnaði því upp skuldum, skuldum sem ég er enn að draga á eftir mér.“Ríkisstjórn Geirs H. Haarde á Bessastöðum í maí 2007. Meðan allt lék í lyndi, Jónína Kristín var í góðri vinnu en óveðurský hrönnuðust upp.StjórnarráðiðJónína Kristín segist stundum fá að heyra að hennar skuldir séu ekki Hrunskuldir, heldur eitthvað sem fólk kallar neysluskuldir. Hún blæs á það. „Ég var ein af þeim sem festust í atvinnuleysinu eftir Hrun, við misstum framfærsluna og átum fyrst upp allt sem við áttum og byrjuðum svo að safna upp skuldum. Það sem við skulduðum fyrir veltum við áfram með vöxtum og vaxtavöxtum, innheimtukostnaði og tilheyrandi. Það hefur aldrei komið til tals að hjálpa okkur, það er látið eins og okkar skuldir séu okkur að kenna en ekki Hruninu. Ég veit hins vega mæta vel að flestar skuldirnar mínar eru Hrunskuldir. Ef ég hefði ekki þurft að komast í gegnum þessi ár án vinnu og á smánarlegum atvinnuleysisbótum með lítið barn myndi ég ekki skulda jafn mikið í dag,“ segir Jónína Kristín.Vont ráð frá bankanum Hún segir að starfsmaður í bankanum hafi ráðlagt henni að hætta að borga og leita til umboðsmanns skuldara. Hún hætti að borga, en kláraði aldrei málin gagnvart umboðsmanni. Eftir á að hyggja hafi þetta ráð reynst henni illa. Skuldin fór í árangurslaust fjárnám og nú er Jónína Kristín á vanskilaskrá. Vegna skuldar við bankann sem ráðlagði henni að hætta að borga. Og það er alvarlegt fyrir leigjanda að vera á vanskilaskrá. Leigufélögin krefjast þess að fá upplýsingar um vanskil, sakavottorð, lánshæfismat og allt sem þeim dettur í hug.Stærð bankanna óx upp úr öllu veldi og tífaldaðist áður en yfir lauk árið 2008.Vísir„Í raun þurfa leigjendur að sanna að þeir geti allt eins keypt íbúðina eins og að leigja hana,“ segir Jónína Kristín. „Sá sem er á vanskilaskrá á ólíklega íbúð, það væri búið að taka íbúðina af honum. Fólk á vanskilaskrá er því á leigumarkaði, en þar getur það ekki verið vegna þess að það er á vanskilaskrá. Hvar á þetta fólk þá að búa? Þetta er algjörlega klikkað kerfi.“Launin lægri en atvinnuleysisbæturnar Eftir tvö ár af atvinnuleysi í bænum með lítið barn settu afi og amma Jónínu Kristínar íbúðina sem hún leigði á sölu. Og hún seldist strax. Jónína Kristín flutti þá aftur heim í Búðardal. Bjó hjá mömmu sinni og fékk vinnu í Staðarskála hjá N1. „Á algjöru skítakaupi,“ segir Jónína Kristín.Þegar ég dró frá kostnaðinn við að keyra fram og til baka frá Búðardal þá var ég með lægri tekjur hjá N1 en ég var með á atvinnuleysisbótunum, þrátt fyrir vaktavinnu. Fyrirtækin komast upp með að greiða starfsfólki sínu laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Það er enn ein klikkunin.“ Eftir N1 varð Jónína Kristín dagmamma á Búðardal, leigði íbúð inn í þorpinu. Síðan hefur hún misst þá íbúð, bankinn tók hana af eigendunum, og flutt út í sveit og aftur til baka. Hún hefur unnið á leikskólanum, reynt fyrir sér í ferðamennsku og starfar nú sem skólaritari við grunskólann. Fyrir jólin 2014 skrifaði hún Kletti, leigufélagi Íbúðalánasjóðs, bréf og sagðist vita að hún uppfyllti ekki skilyrði til að fá leigða íbúð sem félagið átti í Búðardal vegna þess að hún væri á vanskilaskrá.Djúp húsnæðiskreppa er á höfðuðborgarsvæðinu sem hefur meðal annars valdið því að leiguverð hefur rokið uppúr öllu valdi.vísir/gvaEn hún hefði aldrei skuldað húsaleigu, það væri alltaf fyrsti reikningurinn sem hún borgaði. Og hún lofaði að gera allt sem Klettur vildi svo hún fengi þessa íbúð.Íbúðalánasjóður seldi Gamma Klett „Þau svöruðu strax og sögðust ætla að gera allt sem þau gætu til að ég fengi íbúðina,“ segir Jónína Kristín. „Og ég fékk hana. Og síðan hef ég búið hér. Jón Leví hefur ekki búið lengur á sama stað.“ Jónína Kristín talar vel um Klett, óhagnaðardrifna leigufélagið sem Íbúðalánasjóður myndaði utan um þær íbúðir sem sjóðurinn hafði tekið af fólki. Hún segir Klett hafa byggt pall bak við raðhúsin, málað húsin og haldið húsunum við. „Maður gat hringt og bent á ýmislegt og þau tóku vel í öll erindi,“ segir Jónína Kristín. En svo seldi Íbúðalánasjóðir Klett inn í Almenna leigufélagið, hagnaðardrifið félag sem rekið er af Gamma. Og þá kom annað hljóð í skrokkinn. Leigan hækkaði, leigusamningarnir voru ekki ótímabundnir eins og áður heldur aðeins gerðir í eitt ár í senn. Og öllum erindum leigjanda var svarað með nei-i eða með einhverju þjarki. Ógnin vofir yfir „Ég benti þeim á að það væru rakaskemmdir í vegg í þvottahúsinu og þá var mér boðið þriggja mánaða uppsagnarfrestur, ég gæti bara flutt út,“ segir Jónína Kristín. „Hvert átti ég að fara? Það er ekkert húsnæði laust á Búðardal. Ég benti leigusalanum á að hann yrði að sinna viðhaldi og hann vildi henda mér út.“ Jónína Kristín segir að óvissan á leigumarkaði sé nagandi. Hún segist ekki geta hugsað til þess að missa íbúðina. Jóni Leví líði vel í Búðardal, hann er með ákveðnar sérþarfir og fær frábæra þjónustu í skólanum í Búðardal. Ef þau missa íbúðina yrði hún að rífa Jón Leví upp með rótum og flytja eitthvert burt. Leigjendur standa veikt gagnvart leigusölum. Þeir geta misst húsnæðið bara vegna þess að einhver reiknaði það út að leigufélagið gæti grætt á því. „Ég hélt að þetta væri einfalt samkomulag,“ segir hún. „Ef ég borga leiguna skilvíslega þá fái ég að búa hér í friði. En það er alltaf þessi ógn hangandi yfir, að allt í einu séu það hagsmunir leigufélagsins að gera eitthvað allt annað, selja íbúðina eða henda mér út og leigja hana svo enn dýrara einhverjum öðrum. Það er slítandi að búa við þetta.“Alda Lóa og Gunnar Smári. Þau hafa ferðast um landið að undanförnu og tekið saman hrollvekjandi sögur af bágbornum aðstæðum leigjenda.Sóley Lóa SmáradóttirÞannig hljómar sú saga, ekki sú eina sem er að birtast þessa dagana. Hvað er í gangi? „Samtök leigjenda hafa legið niðri, fólkið sem stofnaði þau fyrir fimm árum keyrði sig út á sjálfboðavinnu, og við vildum hjálpa til við að endurreisa þessi samtök,“ segja hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson.Yfirgengilegt óréttlæti Þau hafa tekist á hendur athyglisvert og sérstætt verkefni. Þau keyrðu hringinn um landið og ræddu við leigjendur. Gunnar Smári skrifar nöturlega sögu einstaklinga sem eru á leigumarkaði og Alda Lóa tekur myndir. Bæði eru þau gamalreyndir blaðamenn, Gunnar Smári segir þetta klassíska blaðamennsku. Meira vit sé í að tala við það fólk en situr í hruninu fremur en ræða við helstu persónur stjórnmála, dómsmála og viðskipta frá Hruni. Og, birtingin er sérstæð: Afrakstur verkefnisins birta þau á Facebook og síðu Leigjendasamtakanna. Samkvæmt heimildum Vísis eru kominn verulegur skjálfti í leigufélög og þá sem leigja, bæði vegna áherslu verkalýðshreyfingarinnar á húsnæðismál sem og vegna þessa verkefnis og endurreisnar Samtaka leigjenda.Leigjendur margir hverjir eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelm„Leigjendur eru sá hópur sem hefur orðið fyrir mestum efnahagslegum hamförum á liðnum árum, hamförum af mannavöldum, búnum til af stjórnvöldum, bæði ríki og sveitarfélögum. Við keyrðum hringinn, töluðum við leigjendur í Búðardal, á Patró og Ísafirði, á Blönduósi, Akureyri og Húsavík, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Þegar þangað kom vorum við búin að missa alla trú á þessu samfélagi okkar. Óréttlætið er yfirgengilegt,“ segir Alda Lóa. „Já, þetta samfélag er ógeðslegt,“ segir Gunnar Smári Egilsson og vitnar í fleyg orð Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi Morgunblaðsins. Og eru þeir kollegarnir og fyrrum andstæðingar á blaðamarkaði þá loks sammála.Djöflast á þeim sem standa veikt Ljóst er að þó þau hafi haft pata af því að leigjendur þessa lands væru í harla slæmum málum, þess vegna lögðu þau land undir fót, þá er staðan miklu verri en þau héldu. „Það var ekki nóg að fólk væri svipt eignum sínum í Hruninu heldur er enn verið að djöflast á því fólki, okra á því húsaleigunni, elta það uppi vegna gamalla skulda, halda því á vanskilaskrá til að gera þeim lífið erfiðara. Þetta samfélag er kalt, grimmt og ljótt. Það djöflast á þeim sem standa veikt en upphefur þá sem hafa komist yfir einhverjar eignir og þá sem okra á náunga sínum,“ segir Gunnar Smári.Meðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs velti úr ríkissjóði rúmlega 70 milljörðum til þeirra sem skulduðu húsnæðislán sátu leigjendur eftir. Afleiðingarnar urðu þær að húsnæðisverð hækkaði sem varð enn til að auka vanda leigjenda.Nú kynni einhver að halda að verst standi leigjendur á höfuðborgarsvæðinu, leiga sé lægri á landsbyggðinni en þau Alda Lóa og Gunnar Smári segja húsnæðiskreppan sé komin út á land. Hún sé allstaðar. Þau ræddu við fólk á Selfossi, Eyrarbakka, Grindavík og í Reykjanesbæ. Og svo auðvitað á höfuðborgarsvæðinu. Hver og einn á sína sérstöku sögu, en það sem einkennir þær allar er hversu mikil áhrif húsnæðismarkaðurinn hefur haft á líf fólksins.Fólk fast í viðjum okurleigu „Hann hefur kippt fótunum undan því og hann hefur haldið því niðri, ýtt þeim aftur í kaf sem ná að reka upp hausinn. Og áhrifin ganga í erfðir,“ segir Alda Lóa og Gunnar Smári bætir því við að hrunið hafi bitnaði harðast á foreldrakynslóðinni sem hafði keypt hús skömmu fyrir Hrun. „Fólkinu sem átti minnst og skuldaði mest, var nýkomið inn á vinnumarkaðinn og rak þyngstu heimilin. Með því að láta efnahagskerfið hrynja yfir þetta fólk voru stjórnvöld að skaða börnin, leysa upp fjölskyldur og flytja bjargarleysi milli kynslóða. Unga fólkið sem kaupir íbúðir í dag fær stuðning frá stöndugum foreldrum. Þau sem ekki eiga stönduga foreldra, börnin frá heimilunum sem urðu verst úti í Hruninu, eru föst á leigumarkaði. Þar sem leigufyrirtækin sem keyptu íbúðirnar sem foreldrarnir misstu á slikk leigja þeim á okurverði.“Í verkalýðshreyfingunni hafa orðið umskipti, nýtt fólk og herskárra er þar komið í forystu og þeirra á meðal eru Ragnar Þór Ingóflsson hjá VR og Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu.Eins og áður sagði eru þau Alda Lóa og Gunnar Smári gamalreynd, ekki síst Gunnar Smári sem hóf sinn feril sem eitilharður blaðamaður fyrir tæpum 40 árum, þá á NT og fór svo þaðan yfir á DV. Sögurnar sem þau taka saman birta þau á Facebook, eru þau þá ekki þar með komin í sjálfboðavinnu hjá Mark Zuckerberg og stórkapítalistum?Facebook lýðræðislegur vettvangur þrátt fyrir allt „Við notum Facebook vegna þess að það kostar ekkert. Ef þú skrifar eitthvað sem snertir við fólki þá fær sú saga vængi, jafnvel þótt Facebook sé alltaf að reyna að draga úr slíku. Það er alltaf erfiðara og erfiðara að láta sögur berast þar, Facebook vill stjórna því sjálft hvað fólk sér og les, vill geta selt fyrirtækjum aðgengi að fólki. En Facebook er samt lýðræðislegri vettvangur en gömlu miðlarnir sem eru flestir pikkfastir í einhverjum elítuisma,“ segir Gunnar Smári. Þau benda á að Ríkisútvarpið sé til dæmis sífellt að segja okkur hvað elítan var að lesa eða borða, hvað hún var að hugsa og hvað henni finnst um hitt eða þetta.Þó Zuckerberg og Facebook hafi sína galla er það þrátt fyrir allt lýðræðislegur vettvangur, að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára.Vísir/GettyÞau segja það hafa verið gaman í sjálfu sér að keyra hringinn og tala við fólk, þó sögurnar sem sagðar eru séu ekki fagrar. Þetta var ferðalag sem vinna og vinna sem ferðalag.Stundum tóku sögurnar á og við keyrðum í þögn, en það er líka gott. Það er gott að upplifa mannfélagið eins og það er. Við höfum gert svona áður. Þegar við ferðuðumst um Noreg eftir Hrun, tókum viðtöl við landflótta Íslendinga og birtum á netinu, skráðum þannig sögu þeirra sem höfðu orðið undir Hruninu, flúið land og í flestum tilfellum vaknað aftur til lífsins í miklu betra samfélagi, samfélagi sem fór betur með barnafjölskyldur, þar sem vinnuþrælkunin var ekki eins ofboðsleg, vextir innan siðlegra marka og svo framvegis.“Vilja skoða stöðu fleiri hópa Alda Lóa og Gunnar Smári tala um að þau dreymi um að fara marga hringi kringum Ísland og skrá aðra hópa en leigjendur; fátækt eftirlaunafólk, sauðfjárbændur sem hokra, öryrkja og einstæðar mæður, láglaunafólk, innflytjendur og aðra sem ekki komast að, enginn hlustar á og ekkert tillit til er tekið til þegar við setjum niður og ákveðið hvert samfélagið á að stefna. „Og landflótta öryrkja og eftirlaunafólk á Spáni og út um allan heim, kannski finnum leið til að skrá sögur þessa fólk. Eru Íslendingasögurnar ekki mikið um fólk sem var dæmt í útlegð," spyr Gunnar Smári. Hann segir þær sögur enn vella fram. „Einu sinni blaðamaður, alltaf blaðamaður. Blaðamennska er ákveðið sjónarhorn og síðan útvinnsla þar sem þú hleypir sögum annarra í gegnum þig.Ég hef kannski þróast meira í að verða leiðara- og pistlahöfundur, hef verið að messa yfir fólki, en ég kann hitt ennþá. Og svo eru forréttindi að vinna með Öldu Lóu, sem hefir verið að skrá venjulegt fólk í nútímanum árum saman; í Noregi, á Þórsgötunni þar sem við bjuggum, fólkið í Eflingu og fólkið sem bauð sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn í vor og í mörgum öðrum verkefnum,“ segir Gunnar Smári. Hrunið Húsnæðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég er núna með sömu laun í krónum talið og ég var með fyrir Hrun. Þetta voru ágæt laun þá en eru núna nær lágmarkslaunum. En ég borga næstum tvöfalt meira í leigu. Samt hef ég flutt úr bænum heim í Búðardal þar sem leiguverð er miklum mun lægra. Svona íbúð myndi örugglega kosta tvöfalt meira í bænum,“ segir Jónína Kristín Guðmundsdóttir, sem leigir íbúð í raðhúsi við Lækjarhvamm í Búðardal af Almenna leigufélaginu. Þar býr hún ásamt níu ára gömlum syni sínum, Jóni Leví. Þannig hefst ein þeirra sagna sem Gunnar Smári Egilsson er að taka saman þessa dagana en hann keyrði hringinn um landið ásamt Öldu Lóu Leifsdóttur og ræddi við leigjendur, sem margir eru í vonlausri stöðu. Alda Lóa myndaði. Vísir ræddi við þau Öldu Lóu og Gunnar Smára en fyrst er rétt að skoða eina frásögnina sem Vísir birtir hér með góðfúslegu leyfi höfunda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Atvinnulaus eftir Hrunið Jón Leví fæddist í Hruninu. Jónína Kristín varð ólétt 2008 og Jón Leví kom í heiminn í miðri kosningabaráttunni í apríl 2009. Fyrir Hrun var Jónína Kristín móttökustjóri á Hótel Óðinsvéum og leigði íbúð í Reykjavík. En hún flutti heim til mömmu sinnar í Búðardal til að eignast barnið. Sumarið eftir flutti hún svo aftur í bæinn, leigði íbúð sem afi hennar og amma áttu. Hún var í fæðingarorlofi og naut þess, hafði haft góðar tekjur og gat því vel séð fyrir sér og barninu. Svo kláraðist fæðingarorlofið og Jónína Kristín fann enga vinnu. Hún var stödd í miðju mesta atvinnuleysi Íslandssögunnar. „Þar sem ég var ein með barn gat ég ekki unnið vaktavinnu og ég gat heldur ekki tekið að mér ábyrgðarstörf, þar sem fyrirtæki vilja hafa aðgang að yfirmönnum allan sólarhringinn. Ég leitaði og leitaði en fann bara enga vinnu,“ segir Jónína Kristín. Og tíminn leið, mánuðir og ár. Hún var atvinnulaus í meira en tvö ár. Föst í skuldafeni „Fólk spurði mig oft hvort þetta tæki ekki á sálina, að hafa enga vinnu,“ segir Jónína Kristín, „en það truflaði mig ekki þannig séð að hafa ekki vinnu. Ég hafði fullt að gera, var með lítið barn og leiddist ekki eina sekúndu. En blankheitin voru að drepa mig. Það var ekki fræðilegur möguleiki á að við gætum lifað af atvinnuleysisbótum. Ég safnaði því upp skuldum, skuldum sem ég er enn að draga á eftir mér.“Ríkisstjórn Geirs H. Haarde á Bessastöðum í maí 2007. Meðan allt lék í lyndi, Jónína Kristín var í góðri vinnu en óveðurský hrönnuðust upp.StjórnarráðiðJónína Kristín segist stundum fá að heyra að hennar skuldir séu ekki Hrunskuldir, heldur eitthvað sem fólk kallar neysluskuldir. Hún blæs á það. „Ég var ein af þeim sem festust í atvinnuleysinu eftir Hrun, við misstum framfærsluna og átum fyrst upp allt sem við áttum og byrjuðum svo að safna upp skuldum. Það sem við skulduðum fyrir veltum við áfram með vöxtum og vaxtavöxtum, innheimtukostnaði og tilheyrandi. Það hefur aldrei komið til tals að hjálpa okkur, það er látið eins og okkar skuldir séu okkur að kenna en ekki Hruninu. Ég veit hins vega mæta vel að flestar skuldirnar mínar eru Hrunskuldir. Ef ég hefði ekki þurft að komast í gegnum þessi ár án vinnu og á smánarlegum atvinnuleysisbótum með lítið barn myndi ég ekki skulda jafn mikið í dag,“ segir Jónína Kristín.Vont ráð frá bankanum Hún segir að starfsmaður í bankanum hafi ráðlagt henni að hætta að borga og leita til umboðsmanns skuldara. Hún hætti að borga, en kláraði aldrei málin gagnvart umboðsmanni. Eftir á að hyggja hafi þetta ráð reynst henni illa. Skuldin fór í árangurslaust fjárnám og nú er Jónína Kristín á vanskilaskrá. Vegna skuldar við bankann sem ráðlagði henni að hætta að borga. Og það er alvarlegt fyrir leigjanda að vera á vanskilaskrá. Leigufélögin krefjast þess að fá upplýsingar um vanskil, sakavottorð, lánshæfismat og allt sem þeim dettur í hug.Stærð bankanna óx upp úr öllu veldi og tífaldaðist áður en yfir lauk árið 2008.Vísir„Í raun þurfa leigjendur að sanna að þeir geti allt eins keypt íbúðina eins og að leigja hana,“ segir Jónína Kristín. „Sá sem er á vanskilaskrá á ólíklega íbúð, það væri búið að taka íbúðina af honum. Fólk á vanskilaskrá er því á leigumarkaði, en þar getur það ekki verið vegna þess að það er á vanskilaskrá. Hvar á þetta fólk þá að búa? Þetta er algjörlega klikkað kerfi.“Launin lægri en atvinnuleysisbæturnar Eftir tvö ár af atvinnuleysi í bænum með lítið barn settu afi og amma Jónínu Kristínar íbúðina sem hún leigði á sölu. Og hún seldist strax. Jónína Kristín flutti þá aftur heim í Búðardal. Bjó hjá mömmu sinni og fékk vinnu í Staðarskála hjá N1. „Á algjöru skítakaupi,“ segir Jónína Kristín.Þegar ég dró frá kostnaðinn við að keyra fram og til baka frá Búðardal þá var ég með lægri tekjur hjá N1 en ég var með á atvinnuleysisbótunum, þrátt fyrir vaktavinnu. Fyrirtækin komast upp með að greiða starfsfólki sínu laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Það er enn ein klikkunin.“ Eftir N1 varð Jónína Kristín dagmamma á Búðardal, leigði íbúð inn í þorpinu. Síðan hefur hún misst þá íbúð, bankinn tók hana af eigendunum, og flutt út í sveit og aftur til baka. Hún hefur unnið á leikskólanum, reynt fyrir sér í ferðamennsku og starfar nú sem skólaritari við grunskólann. Fyrir jólin 2014 skrifaði hún Kletti, leigufélagi Íbúðalánasjóðs, bréf og sagðist vita að hún uppfyllti ekki skilyrði til að fá leigða íbúð sem félagið átti í Búðardal vegna þess að hún væri á vanskilaskrá.Djúp húsnæðiskreppa er á höfðuðborgarsvæðinu sem hefur meðal annars valdið því að leiguverð hefur rokið uppúr öllu valdi.vísir/gvaEn hún hefði aldrei skuldað húsaleigu, það væri alltaf fyrsti reikningurinn sem hún borgaði. Og hún lofaði að gera allt sem Klettur vildi svo hún fengi þessa íbúð.Íbúðalánasjóður seldi Gamma Klett „Þau svöruðu strax og sögðust ætla að gera allt sem þau gætu til að ég fengi íbúðina,“ segir Jónína Kristín. „Og ég fékk hana. Og síðan hef ég búið hér. Jón Leví hefur ekki búið lengur á sama stað.“ Jónína Kristín talar vel um Klett, óhagnaðardrifna leigufélagið sem Íbúðalánasjóður myndaði utan um þær íbúðir sem sjóðurinn hafði tekið af fólki. Hún segir Klett hafa byggt pall bak við raðhúsin, málað húsin og haldið húsunum við. „Maður gat hringt og bent á ýmislegt og þau tóku vel í öll erindi,“ segir Jónína Kristín. En svo seldi Íbúðalánasjóðir Klett inn í Almenna leigufélagið, hagnaðardrifið félag sem rekið er af Gamma. Og þá kom annað hljóð í skrokkinn. Leigan hækkaði, leigusamningarnir voru ekki ótímabundnir eins og áður heldur aðeins gerðir í eitt ár í senn. Og öllum erindum leigjanda var svarað með nei-i eða með einhverju þjarki. Ógnin vofir yfir „Ég benti þeim á að það væru rakaskemmdir í vegg í þvottahúsinu og þá var mér boðið þriggja mánaða uppsagnarfrestur, ég gæti bara flutt út,“ segir Jónína Kristín. „Hvert átti ég að fara? Það er ekkert húsnæði laust á Búðardal. Ég benti leigusalanum á að hann yrði að sinna viðhaldi og hann vildi henda mér út.“ Jónína Kristín segir að óvissan á leigumarkaði sé nagandi. Hún segist ekki geta hugsað til þess að missa íbúðina. Jóni Leví líði vel í Búðardal, hann er með ákveðnar sérþarfir og fær frábæra þjónustu í skólanum í Búðardal. Ef þau missa íbúðina yrði hún að rífa Jón Leví upp með rótum og flytja eitthvert burt. Leigjendur standa veikt gagnvart leigusölum. Þeir geta misst húsnæðið bara vegna þess að einhver reiknaði það út að leigufélagið gæti grætt á því. „Ég hélt að þetta væri einfalt samkomulag,“ segir hún. „Ef ég borga leiguna skilvíslega þá fái ég að búa hér í friði. En það er alltaf þessi ógn hangandi yfir, að allt í einu séu það hagsmunir leigufélagsins að gera eitthvað allt annað, selja íbúðina eða henda mér út og leigja hana svo enn dýrara einhverjum öðrum. Það er slítandi að búa við þetta.“Alda Lóa og Gunnar Smári. Þau hafa ferðast um landið að undanförnu og tekið saman hrollvekjandi sögur af bágbornum aðstæðum leigjenda.Sóley Lóa SmáradóttirÞannig hljómar sú saga, ekki sú eina sem er að birtast þessa dagana. Hvað er í gangi? „Samtök leigjenda hafa legið niðri, fólkið sem stofnaði þau fyrir fimm árum keyrði sig út á sjálfboðavinnu, og við vildum hjálpa til við að endurreisa þessi samtök,“ segja hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson.Yfirgengilegt óréttlæti Þau hafa tekist á hendur athyglisvert og sérstætt verkefni. Þau keyrðu hringinn um landið og ræddu við leigjendur. Gunnar Smári skrifar nöturlega sögu einstaklinga sem eru á leigumarkaði og Alda Lóa tekur myndir. Bæði eru þau gamalreyndir blaðamenn, Gunnar Smári segir þetta klassíska blaðamennsku. Meira vit sé í að tala við það fólk en situr í hruninu fremur en ræða við helstu persónur stjórnmála, dómsmála og viðskipta frá Hruni. Og, birtingin er sérstæð: Afrakstur verkefnisins birta þau á Facebook og síðu Leigjendasamtakanna. Samkvæmt heimildum Vísis eru kominn verulegur skjálfti í leigufélög og þá sem leigja, bæði vegna áherslu verkalýðshreyfingarinnar á húsnæðismál sem og vegna þessa verkefnis og endurreisnar Samtaka leigjenda.Leigjendur margir hverjir eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelm„Leigjendur eru sá hópur sem hefur orðið fyrir mestum efnahagslegum hamförum á liðnum árum, hamförum af mannavöldum, búnum til af stjórnvöldum, bæði ríki og sveitarfélögum. Við keyrðum hringinn, töluðum við leigjendur í Búðardal, á Patró og Ísafirði, á Blönduósi, Akureyri og Húsavík, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Þegar þangað kom vorum við búin að missa alla trú á þessu samfélagi okkar. Óréttlætið er yfirgengilegt,“ segir Alda Lóa. „Já, þetta samfélag er ógeðslegt,“ segir Gunnar Smári Egilsson og vitnar í fleyg orð Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi Morgunblaðsins. Og eru þeir kollegarnir og fyrrum andstæðingar á blaðamarkaði þá loks sammála.Djöflast á þeim sem standa veikt Ljóst er að þó þau hafi haft pata af því að leigjendur þessa lands væru í harla slæmum málum, þess vegna lögðu þau land undir fót, þá er staðan miklu verri en þau héldu. „Það var ekki nóg að fólk væri svipt eignum sínum í Hruninu heldur er enn verið að djöflast á því fólki, okra á því húsaleigunni, elta það uppi vegna gamalla skulda, halda því á vanskilaskrá til að gera þeim lífið erfiðara. Þetta samfélag er kalt, grimmt og ljótt. Það djöflast á þeim sem standa veikt en upphefur þá sem hafa komist yfir einhverjar eignir og þá sem okra á náunga sínum,“ segir Gunnar Smári.Meðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs velti úr ríkissjóði rúmlega 70 milljörðum til þeirra sem skulduðu húsnæðislán sátu leigjendur eftir. Afleiðingarnar urðu þær að húsnæðisverð hækkaði sem varð enn til að auka vanda leigjenda.Nú kynni einhver að halda að verst standi leigjendur á höfuðborgarsvæðinu, leiga sé lægri á landsbyggðinni en þau Alda Lóa og Gunnar Smári segja húsnæðiskreppan sé komin út á land. Hún sé allstaðar. Þau ræddu við fólk á Selfossi, Eyrarbakka, Grindavík og í Reykjanesbæ. Og svo auðvitað á höfuðborgarsvæðinu. Hver og einn á sína sérstöku sögu, en það sem einkennir þær allar er hversu mikil áhrif húsnæðismarkaðurinn hefur haft á líf fólksins.Fólk fast í viðjum okurleigu „Hann hefur kippt fótunum undan því og hann hefur haldið því niðri, ýtt þeim aftur í kaf sem ná að reka upp hausinn. Og áhrifin ganga í erfðir,“ segir Alda Lóa og Gunnar Smári bætir því við að hrunið hafi bitnaði harðast á foreldrakynslóðinni sem hafði keypt hús skömmu fyrir Hrun. „Fólkinu sem átti minnst og skuldaði mest, var nýkomið inn á vinnumarkaðinn og rak þyngstu heimilin. Með því að láta efnahagskerfið hrynja yfir þetta fólk voru stjórnvöld að skaða börnin, leysa upp fjölskyldur og flytja bjargarleysi milli kynslóða. Unga fólkið sem kaupir íbúðir í dag fær stuðning frá stöndugum foreldrum. Þau sem ekki eiga stönduga foreldra, börnin frá heimilunum sem urðu verst úti í Hruninu, eru föst á leigumarkaði. Þar sem leigufyrirtækin sem keyptu íbúðirnar sem foreldrarnir misstu á slikk leigja þeim á okurverði.“Í verkalýðshreyfingunni hafa orðið umskipti, nýtt fólk og herskárra er þar komið í forystu og þeirra á meðal eru Ragnar Þór Ingóflsson hjá VR og Sólveig Anna Jónsdóttir hjá Eflingu.Eins og áður sagði eru þau Alda Lóa og Gunnar Smári gamalreynd, ekki síst Gunnar Smári sem hóf sinn feril sem eitilharður blaðamaður fyrir tæpum 40 árum, þá á NT og fór svo þaðan yfir á DV. Sögurnar sem þau taka saman birta þau á Facebook, eru þau þá ekki þar með komin í sjálfboðavinnu hjá Mark Zuckerberg og stórkapítalistum?Facebook lýðræðislegur vettvangur þrátt fyrir allt „Við notum Facebook vegna þess að það kostar ekkert. Ef þú skrifar eitthvað sem snertir við fólki þá fær sú saga vængi, jafnvel þótt Facebook sé alltaf að reyna að draga úr slíku. Það er alltaf erfiðara og erfiðara að láta sögur berast þar, Facebook vill stjórna því sjálft hvað fólk sér og les, vill geta selt fyrirtækjum aðgengi að fólki. En Facebook er samt lýðræðislegri vettvangur en gömlu miðlarnir sem eru flestir pikkfastir í einhverjum elítuisma,“ segir Gunnar Smári. Þau benda á að Ríkisútvarpið sé til dæmis sífellt að segja okkur hvað elítan var að lesa eða borða, hvað hún var að hugsa og hvað henni finnst um hitt eða þetta.Þó Zuckerberg og Facebook hafi sína galla er það þrátt fyrir allt lýðræðislegur vettvangur, að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára.Vísir/GettyÞau segja það hafa verið gaman í sjálfu sér að keyra hringinn og tala við fólk, þó sögurnar sem sagðar eru séu ekki fagrar. Þetta var ferðalag sem vinna og vinna sem ferðalag.Stundum tóku sögurnar á og við keyrðum í þögn, en það er líka gott. Það er gott að upplifa mannfélagið eins og það er. Við höfum gert svona áður. Þegar við ferðuðumst um Noreg eftir Hrun, tókum viðtöl við landflótta Íslendinga og birtum á netinu, skráðum þannig sögu þeirra sem höfðu orðið undir Hruninu, flúið land og í flestum tilfellum vaknað aftur til lífsins í miklu betra samfélagi, samfélagi sem fór betur með barnafjölskyldur, þar sem vinnuþrælkunin var ekki eins ofboðsleg, vextir innan siðlegra marka og svo framvegis.“Vilja skoða stöðu fleiri hópa Alda Lóa og Gunnar Smári tala um að þau dreymi um að fara marga hringi kringum Ísland og skrá aðra hópa en leigjendur; fátækt eftirlaunafólk, sauðfjárbændur sem hokra, öryrkja og einstæðar mæður, láglaunafólk, innflytjendur og aðra sem ekki komast að, enginn hlustar á og ekkert tillit til er tekið til þegar við setjum niður og ákveðið hvert samfélagið á að stefna. „Og landflótta öryrkja og eftirlaunafólk á Spáni og út um allan heim, kannski finnum leið til að skrá sögur þessa fólk. Eru Íslendingasögurnar ekki mikið um fólk sem var dæmt í útlegð," spyr Gunnar Smári. Hann segir þær sögur enn vella fram. „Einu sinni blaðamaður, alltaf blaðamaður. Blaðamennska er ákveðið sjónarhorn og síðan útvinnsla þar sem þú hleypir sögum annarra í gegnum þig.Ég hef kannski þróast meira í að verða leiðara- og pistlahöfundur, hef verið að messa yfir fólki, en ég kann hitt ennþá. Og svo eru forréttindi að vinna með Öldu Lóu, sem hefir verið að skrá venjulegt fólk í nútímanum árum saman; í Noregi, á Þórsgötunni þar sem við bjuggum, fólkið í Eflingu og fólkið sem bauð sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn í vor og í mörgum öðrum verkefnum,“ segir Gunnar Smári.
Hrunið Húsnæðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent