Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 08:48 Brett Kavanaugh er á hálum ís. Vísir/Getty Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma. Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma.
Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00
Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15