„Svo satt,“ sagði hann í gær og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“
Sjá einnig: Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum
„Þeir voru ekki að hlæja að mér,“ sagði Trump á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir voru að hlæja með mér. Við vorum að skemmta okkur.“
Trump says it's "fake news" that world leaders laughed at him at #UNGA.
"They weren't laughing at me. They were laughing with me." https://t.co/Sp3cbiY6vYpic.twitter.com/0vG2Y9zy8m
— POLITICO (@politico) September 26, 2018
„Við erum mjög óánægðir með samningaviðræðurnar og samningastíl Kanada. Okkur líkar ekki vel við fulltrúa þeirra,“ sagði Trump.
Talskona Trudeau segir þetta ekki rétt hjá Trump. Ekki hafi verið beðið um fund á milli hans og forsætisráðherrans.
President Trump says he rejected a one-on-one meeting with Canadian PM Trudeau: "We're very unhappy with negotiations and the negotiating style of Canada. We don't like their representative very much." pic.twitter.com/fdt7CAAhKR
— MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018
Sjá einnig: Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar
Hann sagði ásakanirnar hafa áhrif á skoðun sína gagnvart Kavanaugh og vísaði til þess að hann sjálfur hefði orðið fórnarlamb „falskra ásakana“ og að margir vinir hans hefðu lent í því sömuleiðis.
„Fólk er að sækjast eftir frægð, peningum og hverju sem er. Þegar ég sé þetta lít ég á þetta öðrum augum en aðrir sem sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta hefur margsinnis komið fyrir mig,“ sagði Trump. Hann bætti við að „fjórar eða fimm“ konur hefðu fengið mikla peninga fyrir að saka sig um kynferðisbrot.
President Trump says the allegations against him impact his opinion on those against Kavanaugh: “It does impact my opinion. You know why? Because I’ve had a lot of false charges made against me. I’m a very famous person, unfortunately.” pic.twitter.com/8Wlp6ayAZ5
— MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018