Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 16:28 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00