Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 14:00 Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason. Húsnæðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason.
Húsnæðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira