Nikki Haley segir upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. október 2018 14:21 Nikki Haley hefur sagt starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum lausu. Vísir/afp Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.Vefmiðilinn Axios greindi fyrst frá málinu og vísaði í tvo heimildarmenn innan veggja Hvíta hússins. Haley á að hafa rætt við forsetann í liðinni viku en ekki liggur fyrir hvenær hún segir formlega skilið við sendiherrastöðuna. Uppsögnin er sögð hafa komið mörgum háttsettum starfsmönnum Hvíta hússins á óvart. Haley hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að fréttir bárust af því að hún hafi þegið hið minnsta 7 ferðir í einkaþotum sem greiddar voru úr vösum auðmanna frá heimaríki hennar, Suður-Karólínu. Samtök sem berjast fyrir aukinni siðferðisvitund í bandarískum stjórnmálum hafa kallað eftir því að flugferðirnar verði rannsakaðar. Þau segja að með því að þiggja flugferðirnar hafi sendiherrann brotið siðareglur, sem kveða á um að opinberir starfsmenn megi ekki taka við gjöfum í tengslum við störf sín. Ekki er vitað á þessari stundu hvort að afsögn hennar tengist téðum flugferðum en upplýsingafulltrúi Hvíta hússins greindi frá því á Twitter að Haley og Trump muni funda síðar í dag. Fundur þeirra verður opinn blaðamönnum.Uppfært 15:05Trump sagði á fundinum að Haley hafi tjáð honum fyrir hálfu ári síðan að hún vildi taka sér frí frá sendiherrastörfunum. Forsetinn sagði að hún væri alltaf velkomin aftur og að hún mætti þá „velja sér það starf sem hún vildi“ meðan hann væri við stjórnvölinn. Haley gaf auk þess lítið fyrir vangaveltur þess efnis að hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta árið 2020.Big announcement with my friend Ambassador Nikki Haley in the Oval Office at 10:30am.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira