Skemmdir á Frosta meiri en talið var í fyrstu Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2018 19:30 Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Skipstjórinn á Frosta ÞH er ekki bjartsýnn á að skipið komist til veiða í bráð eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á þriðjudag. Skemmdir vegna brunans séu meiri en hann hafi búist við í fyrstu. Varðskipið Týr kom með Frosta ÞH í togi til Hafnarfjarðar um klukkan átta í morgun. Menn frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu komu fljótlega um borð til að skoða vettvanginn í vélarúminu þar sem eldurinn kom upp. Þorsteinn Harðarson skipstjóri og aðrir skipverjar hafa síðan gefið skýrslur í dag um hvað gerðist þegar eldurinn blossaði upp á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum um klukkan þrjú á þriðjudag.Hvað gerist þetta snöggt? „Þetta gerist bara á nokkrum sekúndum eða mínútum held ég. Ég veit ekki nákvæmlega tímann.”Vélstjórarnir eru ekkert lengi inni í vélarrúminu? „Þegar aðvörunin kemur um að það sé reykur þá hlaupa þeir niður og sjá þetta. Þeir forðuðu sér þegar varð einhver eldsprenging. Lokuðu á eftir sér hurðinni og vaktklefanum inn í vélarrúmið. Komu svo hingað upp og það var lokað öllum lúgum sem eru loftlúgur hérna uppi og hleypt á slökkvibúnaðinum,” segir Þorsteinn. Hann vill koma þakklæti til allra sem komu áhöfninni til aðstoðar en nærliggjandi skipi veittu fyrstu aðstoð áður en varðskipið Týr og tvær þyrlur Gæslunnar komu á vettvang um fimm leytið á þriðjudag. Fyrri þyrlan flutti aðalvélstjórann til aðhlynningar í landi en hann hlaut annars stigs brunasár á höndum og hálsi. Þegar Týr kom með Frosta til hafnar í morgun höfðu aðgerðir því staðið í um 38 klukkustundir. Tryggingafélagið leyfir ekki myndatökur í vélarrúminu sjálfu en sjá má sótskemmdir í gangi ofan við vélarrúmið. Þorsteinn segir skemmdirnar meiri en ætlað var í fyrstu og því fari skipið ekki til veiða í bráð. „Ég er ekki bjartsýnn.”Þetta gæti verið mikið tjón? „Já ég er smeykur um það. Ég var ekki svona svartsýnn fyrir stuttu síðan en svo heyrði ég í einum áðan og mér líst ekki eins vel á það,” segir Þorsteinn Harðarson.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15 Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Frosti kominn til hafnar í Hafnarfirði Togarinn Frosti kom til hafnar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan átta í morgun en Týr dró hann þangað frá halamiðum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Fulltrúar lögreglunnar eru nú um borð í skipinu að ræða við áhöfnina. 4. október 2018 09:15
Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Yfirvélstjóri á Frosta sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. 3. október 2018 19:30