Vindur sig upp í átt að sólarlaginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 08:30 Jón Rafnar og Þráinn fengu 15.000 evrur í verðlaun en sæmdin var meira virði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dómnefndin tók djarfa ákvörðun þegar hún valdi lítið og tiltölulega einfalt hönnunarverkefni til verðlauna. Tröppustíg upp á Saxhól á Snæfellsnesi. Tók það fram yfir átta önnur, þar á meðal tvö risastór kínversk verkefni og eitt stórt frá Mexíkó. Hún sá einhverja fegurð í einfaldleikanum,“ segir Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá teiknistofunni Landslagi. Hann er nýkominn frá Barcelona, ásamt félaga sínum, Jóni Rafni Benjamínssyni. Þangað fóru þeir á vegum teiknistofunnar að taka þátt í hinni alþjóðlegu Rosa Barba Landscape Prize og komu heim með 1. verðlaun í farteskinu. Rosa Barba eru veitt annað hvert ár. Þau eru ein stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir landslagsarkitektúr, að minnsta kosti í Evrópu og eru virt um allan heim, að sögn Þráins sem segir þetta í fyrsta skipti sem íslenskir landslagsarkitektar fá slíka viðurkenningu.Liturinn á tröppustígnum er í svipuðum tón og litur gjallsins í Saxhóli. Hæð milli þrepa er breytileg til að mæta lagi hólsins. Mynd/LandslagEins og hálsfesti á hólnum Saxhóll er lítill gígur, 45 m hár, miðja vegu milli Hellna og Rifs. Er nálægt þjóðveginum og aðgengilegur. „Þarna er góður útsýnisstaður yfir hraunið á utanverðu Snæfellsnesinu og upp á jökulinn. Margir koma þarna við á hringferð sinni um nesið. Áður var algengt að mönnum skrikaði fótur á leiðinni upp, enda undirlagið gljúpt. Fólk er ánægt með mannvirkið okkar, það sér maður á netinu, tröppurnar eru óspart notaðar í myndatöku,“ segir Þráinn. Tröppustígurinn er úr stáli sem ryðgar og Þráinn bendir á að liturinn falli vel að gjallinu í hrauninu og lynggróðrinum í kring. Hann er 160 m langur, 400 þrep og 1 og ½ metri á breidd, þannig að tveir geti gengið hlið við hlið eða mæst. Svo er áningarstaður á miðri leið. „Stígurinn vindur sig upp gíginn til norðvesturs, í átt að sólarlaginu. Hann er gerður úr einingum sem er bara púslað saman, er svolítið eins og keðja eða hálsfesti á hólnum og það eru engar fastar undirstöður, heldur skorðast hann í gjallið út af þessu bogalagi og situr þar fastur. Það væri þess vegna hægt að taka hann í burtu ef menn komast að því á einhverjum tímapunkti að hann eigi ekki heima þarna,“ segir Þráinn. Hann tekur fram að verkefnið hafi verið unnið fyrir Umhverfisstofnun, sé í þjóðgarðinum Snæfellsjökull og að Kvistfell hafi annast framkvæmdina.Tröppurnar auðvelda fólki uppgöngu ótvírætt og það getur tyllt sér á bekk á miðri leið. Mynd/LandslagGóður útsýnisstaður Þráinn segir 200 verkefni hafa verið send inn í samkeppnina um verðlaunin. Við fengum tilkynningu um það í lok júlí að við værum með eitt af níu tilnefndu verkefnunum sem búið væri að velja úr. Svo við hófumst handa við að útbúa hálftíma kynningu á verkefninu og fórum með hana til Barcelona. Aðaldagur þess viðburðar er þegar verkefnin eru kynnt. Þá höfðum við möguleika á að heilla dómnefndina og fullan sal ráðstefnugesta. Þarna var fólk frá öllum heimshornum. Það var lærdómur fyrir okkur að fylgjast með kynningum á hinum verkefnunum. Á lokakvöldinu kom það skemmtilega á óvart að þetta litla verk skyldi vera valið.“ Í kynningunni segir Þráinn þá félaga hafa frætt fólk um hversu ört jöklarnir á Íslandi hopuðu, meðal annars Snæfellsjökull, sem geti horfið á þessari öld. „Saxhóll er góður útsýnisstaður til jökulsins og því er hann tilvalinn fyrir upplýsingaskilti sem vekja athygli fólks á hlýnun jarðar og loftslagsáhrifunum. Við lýstum líka þeim áhrifum sem bráðnun jöklanna hefur á okkar endurnýjanlegu orku sem fæst með fallvötnunum og tengjast jöklunum. Þannig settum við verkefnið í alls konar samhengi. Eitt lykilatriði var að lýsa því að ferðamannastraumur til Íslands hefði fjórfaldast á átta árum, farið úr 500 þúsundum í tvær milljónir frá 2010 til 2017. Á fjölsóttum stöðum hafi stígar ekki verið tilbúnir að takast á við þá miklu fjölgun en við hönnun mannvirkja á þessum stöðum værum við fyrst og fremst að verja náttúruna, tryggja öryggi ferðamannsins og hámarka upplifun hans.“ Þráinn segir viðurkenninguna mikilvæga fyrir íslenska landslagsarkitekta. „Hingað til höfum við mikið leitað til útlanda eftir fyrirmyndum,“ segir hann. „Þess vegna kitlar það hégómann og er gott fyrir þá sem standa í framkvæmdum hér að sjá að það sem þeirra hönnuðir eru að gera stenst fyllilega samanburð við það sem gert er best úti í hinum stóra heimi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dómnefndin tók djarfa ákvörðun þegar hún valdi lítið og tiltölulega einfalt hönnunarverkefni til verðlauna. Tröppustíg upp á Saxhól á Snæfellsnesi. Tók það fram yfir átta önnur, þar á meðal tvö risastór kínversk verkefni og eitt stórt frá Mexíkó. Hún sá einhverja fegurð í einfaldleikanum,“ segir Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá teiknistofunni Landslagi. Hann er nýkominn frá Barcelona, ásamt félaga sínum, Jóni Rafni Benjamínssyni. Þangað fóru þeir á vegum teiknistofunnar að taka þátt í hinni alþjóðlegu Rosa Barba Landscape Prize og komu heim með 1. verðlaun í farteskinu. Rosa Barba eru veitt annað hvert ár. Þau eru ein stærstu verðlaun sem veitt eru fyrir landslagsarkitektúr, að minnsta kosti í Evrópu og eru virt um allan heim, að sögn Þráins sem segir þetta í fyrsta skipti sem íslenskir landslagsarkitektar fá slíka viðurkenningu.Liturinn á tröppustígnum er í svipuðum tón og litur gjallsins í Saxhóli. Hæð milli þrepa er breytileg til að mæta lagi hólsins. Mynd/LandslagEins og hálsfesti á hólnum Saxhóll er lítill gígur, 45 m hár, miðja vegu milli Hellna og Rifs. Er nálægt þjóðveginum og aðgengilegur. „Þarna er góður útsýnisstaður yfir hraunið á utanverðu Snæfellsnesinu og upp á jökulinn. Margir koma þarna við á hringferð sinni um nesið. Áður var algengt að mönnum skrikaði fótur á leiðinni upp, enda undirlagið gljúpt. Fólk er ánægt með mannvirkið okkar, það sér maður á netinu, tröppurnar eru óspart notaðar í myndatöku,“ segir Þráinn. Tröppustígurinn er úr stáli sem ryðgar og Þráinn bendir á að liturinn falli vel að gjallinu í hrauninu og lynggróðrinum í kring. Hann er 160 m langur, 400 þrep og 1 og ½ metri á breidd, þannig að tveir geti gengið hlið við hlið eða mæst. Svo er áningarstaður á miðri leið. „Stígurinn vindur sig upp gíginn til norðvesturs, í átt að sólarlaginu. Hann er gerður úr einingum sem er bara púslað saman, er svolítið eins og keðja eða hálsfesti á hólnum og það eru engar fastar undirstöður, heldur skorðast hann í gjallið út af þessu bogalagi og situr þar fastur. Það væri þess vegna hægt að taka hann í burtu ef menn komast að því á einhverjum tímapunkti að hann eigi ekki heima þarna,“ segir Þráinn. Hann tekur fram að verkefnið hafi verið unnið fyrir Umhverfisstofnun, sé í þjóðgarðinum Snæfellsjökull og að Kvistfell hafi annast framkvæmdina.Tröppurnar auðvelda fólki uppgöngu ótvírætt og það getur tyllt sér á bekk á miðri leið. Mynd/LandslagGóður útsýnisstaður Þráinn segir 200 verkefni hafa verið send inn í samkeppnina um verðlaunin. Við fengum tilkynningu um það í lok júlí að við værum með eitt af níu tilnefndu verkefnunum sem búið væri að velja úr. Svo við hófumst handa við að útbúa hálftíma kynningu á verkefninu og fórum með hana til Barcelona. Aðaldagur þess viðburðar er þegar verkefnin eru kynnt. Þá höfðum við möguleika á að heilla dómnefndina og fullan sal ráðstefnugesta. Þarna var fólk frá öllum heimshornum. Það var lærdómur fyrir okkur að fylgjast með kynningum á hinum verkefnunum. Á lokakvöldinu kom það skemmtilega á óvart að þetta litla verk skyldi vera valið.“ Í kynningunni segir Þráinn þá félaga hafa frætt fólk um hversu ört jöklarnir á Íslandi hopuðu, meðal annars Snæfellsjökull, sem geti horfið á þessari öld. „Saxhóll er góður útsýnisstaður til jökulsins og því er hann tilvalinn fyrir upplýsingaskilti sem vekja athygli fólks á hlýnun jarðar og loftslagsáhrifunum. Við lýstum líka þeim áhrifum sem bráðnun jöklanna hefur á okkar endurnýjanlegu orku sem fæst með fallvötnunum og tengjast jöklunum. Þannig settum við verkefnið í alls konar samhengi. Eitt lykilatriði var að lýsa því að ferðamannastraumur til Íslands hefði fjórfaldast á átta árum, farið úr 500 þúsundum í tvær milljónir frá 2010 til 2017. Á fjölsóttum stöðum hafi stígar ekki verið tilbúnir að takast á við þá miklu fjölgun en við hönnun mannvirkja á þessum stöðum værum við fyrst og fremst að verja náttúruna, tryggja öryggi ferðamannsins og hámarka upplifun hans.“ Þráinn segir viðurkenninguna mikilvæga fyrir íslenska landslagsarkitekta. „Hingað til höfum við mikið leitað til útlanda eftir fyrirmyndum,“ segir hann. „Þess vegna kitlar það hégómann og er gott fyrir þá sem standa í framkvæmdum hér að sjá að það sem þeirra hönnuðir eru að gera stenst fyllilega samanburð við það sem gert er best úti í hinum stóra heimi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira