Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 19:00 Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn. Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn.
Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19