Myndin segir frá svikamyllu sytskina sem svíkja fé úr fólki með loforðum um að geta fangað drauga.
Þau eru fengin til að rannsaka gamalt fósturheimili sem kvalasjúkur morðingi hafði herjað á. Upphefst þá ógnvænleg atburðarás sem er sögð vera alls ekki fyrir viðkvæma.
Ólafur segir þetta vera fyrstu Hollywood-mynd sína og að hún verði sýnd undir merkjum Netflix.
Leikstjórinn, sem á að baki myndirnar Stóra planið, Kurteist fólk og Borgríki, segir nýjustu mynd sína, sem heitir Malevolent, eða illgjarn, vera fullkomna til að koma sér í stemningu fyrir hrekkjavökuna.
Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: