
Á að djamma?
Nú þegar næsta helgi nálgast óðfluga hefur þessi spurning öðlast dýpri og þrungnari samfélagslega merkingu. Hvernig á maður að haga sér á 10 ára afmæli efnahagshrunsins á Íslandi? Það er á laugardaginn. Á að djamma?
Spurningin er fyrst og fremst orðin aðkallandi vegna tíðinda sem bárust í síðustu viku, um að forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hefðu ákveðið að fresta árshátíð stjórnarráðsins, sem átti að fara fram á laugardaginn. Það þótti semsagt ekki tilhlýðilegt að á þessum degi, þegar Geir bað guð að blessa Ísland, væri starfsfólk stjórnarráðsins að djamma.
Ræðið
Þetta þarf að ræða, finnst mér. Hvað er hrunið? Hvað gerðist? Hvað hefur gerst síðan þá? Hvað ætlum við að gera með þetta, sem þjóð? Er 6. október sorgardagur? Á maður að vera í svörtu? Dó eitthvað sem við syrgjum nú? Syrgjum við samfélagið, stemminguna, skuldum drifna góðærið og gullpastað? Það er engin ástæða til að gera lítið úr viðburðunum. Þeir voru án fordæma. Stærðin var gígantísk. Fólk missti vinnu. Fólk missti fé. Allt bankakerfið hrundi. Fólk hrundi. En til að setja hlutina í samhengi, þá finnst mér þessum viðburðum einna best lýst með hinum ódauðlegu orðum sem skrifuð voru á mótmælaspjald sem rataði á fræga fréttaljósmynd: Helvítis fokking fokk. Það er það sem gerðist. Það fór allt í kúk.
Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að líta slíkan skítastorm réttum augum. Þjóðarmorð eiga sér stað í veröldinni. Skelfilegar náttúruhamfarir líka, hér á landi og annars staðar. Fólk deyr. Stríðsátök þurrka út heilu borgirnar. Hungur herjar á heilu samfélögin. Börn deyja.
Íslendingar, hins vegar, misstu peningana sína. Sem þeir áttu aldrei.
Óttinn við reiðina
Mig langar ekkert í þá veröld aftur. Hún rann sitt skeið á enda. Ég held meira að segja, að innst inni séu ráðherrarnir því sammála. Það er fáránlegt að halda því fram að hrundagurinn 6. október sé dagur þjóðarharmleiks. Slíkt væri beinlínis smekklaust gagnvart þeim sem hafa upplifað raunverulega skelfingarviðburði mannkynssögunnar. Ég held að mun frekar hafi djammbannið verið sett út af ótta. Það ríkir á Íslandi ákveðin hræðsla við mjög reitt fólk. Ég held að það sé óhætt að gera ráð fyrir því að ef árshátíð stjórnarráðsins færi fram á laugardaginn, og myndir birtust af glöðu fólki á þeim vettvangi að djamma, myndi sumt fólk springa af bræði. Ákveðnar líkur eru á að alda hneykslunar færi um samfélagið. Ég held að ráðherrarnir hafi ekki nennt henni. Sérstaklega ekki í kjölfarið á klúðrinu á Þingvöllum. Og kaupum á skammlausri vinargreiðaskýrslu Hannesar um að hrunið sé útlendingum að kenna.
Mögnuð vinna
Ég held reyndar að það væri hægt að skrifa ágæta skýrslu um að hrunið sé frekar Hannesi að kenna, en hvað um það. Ég hef vissan skilning á þessu. Hver nennir að djamma ef fólk er rosalega reitt út í mann? Maður nennir ekki leiðindum. Það er margt annað hægt að gera um helgina. Fullt af nýjum þáttum á Netflix. En þetta situr samt í mér. Af hverju ekki að djamma? Hversu mörg ár í viðbót á reiðin að ráða? Á hún sífellt að trompa gleðina?
Eitthvað það magnaðasta sem ég varð vitni að í eftirleik hrunsins, þegar ég sat á þingi, var hin þrotlausa og ósérhlífna vinna starfsfólks stjórnarráðsins, dag og nótt, við að endurreisa Ísland. Verkefnin voru gríðarleg. Það þurfti sterk bein og taugar. Ísland var í raun gjaldþrota. Það þurfti að endurreisa efnahaginn, fyrirtækin, heimilin, orðsporið. Alls konar fólk, í alls konar stöðum, lagði allt í sölurnar. Vinna þess rataði sjaldnast í fréttirnar, en það sem það gerði, það tókst. Það tókst að endurreisa efnahag þjóðarinnar. Til eru útreikningar sem sýna að þjóðarbúið beið á endanum engan fjárhagslegan skaða af hruninu.
Það er ótrúlega magnað. Klikkað. Ekki það að nokkur hafi spurt mig, en ég sjálfur ætla ekki að djamma á laugardaginn. Í ljósi sögunnar, atburðanna og í krafti löngunar til þess að gleðin sigri reiðina skora ég hins vegar á starfsfólk stjórnarráðsins að sletta ærlega úr klaufunum, þótt það verði ekki árshátíð. Ef einhverjir eiga inni sturlað djamm um helgina, þá eru það þið.
Skoðun

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar