Trump dásamaði Gianforte fyrir að ráðast á blaðamann Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2018 10:04 Donald Trump er ánægður með Greg Gianforte. getty/justin sullivan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018 Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018
Donald Trump Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira