Clifford hafði höfðað mál gegn Trump eftir að hann tísti um að hún hefði logið um að henni hafi verið hótað fyrir að ræða um samband þeirra. Taldi Clifford að með þeirri ásökun hefði forsetinn meitt æru hennar. Hún hefur haldið því fram að þau hafi sofið saman árið 2006 og greiddi lögmaður Trump henni 130 þúsund dali í aðdraganda kosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá hinu meinta framhjáhaldi.
Sjá einnig: Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá
Í áðurnefndu tísti segir Trump að Clifford viti ekkert um hann og að hún sé svikahrappur.
“Federal Judge throws out Stormy Danials lawsuit versus Trump. Trump is entitled to full legal fees.” @FoxNews Great, now I can go after Horseface and her 3rd rate lawyer in the Great State of Texas. She will confirm the letter she signed! She knows nothing about me, a total con!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2018
„Má ég kynna forseta ykkar,“ skrifaði hún á Twitter. Í tísti sínu gefur hún í skyn að typpi Trump sé smávaxið og segir hann hafa sýnt að hann sé óhæfur í starfi, hati konur og hafi ekki stjórn á sjálfum sér.
Þá gefur hún í skyn að Trump hafi kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann telji hana líta út eins og hest.
Ladies and Gentlemen, may I present your president. In addition to his...umm...shortcomings, he has demonstrated his incompetence, hatred of women and lack of self control on Twitter AGAIN! And perhaps a penchant for bestiality. Game on, Tiny. https://t.co/6DpDD5ELtj
— Stormy Daniels (@StormyDaniels) October 16, 2018
„..því við ætlum að sýna heiminum hve mikill svikahrappur og lygari þú ert. Hversu mörgum öðrum konum hélst þú fram hjá eiginkonu þinni með á meðan þú áttir barn heima?“ skrifar Avenatti.
You are a disgusting misogynist and an embarrassment to the United States. Bring everything you have, because we are going to demonstrate to the world what a complete shyster and liar you are. How many other women did you cheat on your wife with while you had a baby at home? https://t.co/npOKOEFju6
— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) October 16, 2018