Handbolti

Axel valdi 20 leikmenn úr Olís-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Markavélin Ragheiður Júlíusdóttir er í hópnum.
Markavélin Ragheiður Júlíusdóttir er í hópnum. vísir/ernir
Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, valdi í dag 20 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins en hópurinn samanstendur eingöngu af leikmönnum úr Olís-deildinni.

Markvörðurinn Erla Rós Sigmarsdóttir, sem gekk í raðir Íslands- og bikarmeistara Fram, er í hópnum sem og Katrín Ósk Magnúsdóttir sem kom heim frá Danmörku og ver mark Selfoss í Olís-deildinni.

Allir bestu leikmenn deildarinnar eru í hópnum, þar á meðal fastamenn í landsliðinu eins og Ester Óskarsdóttir, Karen Knútsdóttir, Lovísa Thompson og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Leikmenn sem hafa heillað í byrjun móts fá tækifæri til að sýna sig fyrir Axel eins og Sólveig Lára Kristjánsdóttir í KA/Þór og Sandra Dís Sigurðardóttir, hægri skytta ÍBV.

Hópurinn:

Markverðir:

Erla Rós Sigmarsdóttir, Fram

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV

Katrín Ósk Magnúsdóttir, Selfoss

Vinstra horn:

Sandra Erlingsdóttir, Valur

Sigríður Hauksdóttir, HK

Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan

Vinstri skytta:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Lovísa Thompson, Valur

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Sólveig Lára Kristjánsdóttir, KA/Þór

Miðjumenn:

Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Karen Knútsdóttir, Fram

Morgan Marie Þorkelsdóttir, Valur

Hægri skytta:

Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur

Sandra Dís Sigurðardóttir, ÍBV

Hægra horn:

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram    

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss

Varnarmaður:

Berglind Þorsteinsdóttir, HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×