Fagleg menntun eða reynsla af vinnumarkaði? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 15. október 2018 10:36 Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun