Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 22:00 Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir. Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir.
Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29