Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 18:02 Jared Kushner stendur hér fyrir aftan tengaföður sinn. AP/Pablo Martinez Monsivais Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump forseta Bandaríkjanna, hefur greitt sáralitla skatta til ríkisins á undanförnum árum. Þrátt fyrir að auður Kushner hafi fimmfaldast. Samkvæmt New York Times hefur Kushner beitt almennri bókhaldsbrellu til að láta líta út fyrir að fyrirtæki sitt hafi tapað gífurlegum upphæðum.Ekki er þó um lögbrot að ræða. NYT notar árið 2015 sem dæmi. Þá hagnaðist Kushner um 1,7 milljónir dala í laun og vegna fjárfestinga. Hins vegar tapaði hann 8,3 milljónum á skattaskýrslum og þá aðallega vegna afskrifta á fasteignum Kusnher og fyrirtækis hans. Skattalög Bandaríkjanna gera ráð fyrir að virði fasteigna lækki á milli ára en það er þó alls ekki raunin. Oft á tíðum hækkar verðmæti fasteigna í rauninni en sveigjanleiki laganna leiðir til þess að eigendur fasteigna geta í raun ákvæðið hve mikla skatta þeir greiða, samkvæmt NYT. Þá hefur ríkisstjórn Trump kallað eftir breytingar á skattalögum sem myndu gera fasteignafélögum enn auðveldara að sleppa við að greiða skatta. Þessar fregnir um Kushner koma á hælana á fréttum að tengdafaðir hans hefði framið fjársvik til að meðal annars komast hjá því að greiða erfðaskatt af eigum föður síns.Sjá einnig: Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds TrumpLögmaður Kushner sagði skjólstæðing sinn hafa greitt alla þá skatta sem honum væri skylt að greiða. Að öðru leyti myndi hann ekki tjá sig um gögn sem sýndu ekki heildarmyndina, eins og talsmaður hans orðaði það, og væru illa fengin. Gögnin sem um ræðir voru hluti af yfirferð yfir fjármál Kushner af fjármálastofnun sem var að íhuga að lána honum fé. NYT fékk þrettán endurskoðendur og lögmenn til að fara yfir gögnin og var voru þeir sammála um að hann hefði litla sem enga skatta greitt á fimm af síðustu átta árum. Á hinum þremur hefðu skattgreiðslur Kushner verið einhverjar en ekki háar. Miðað við gögnin hefur Kushner Companies, fyrirtæki Kushner skilað töluverðum hagnaði á undanförnum árum og hafa Jared Kushner og faðir hans Charles tekið milljónir út úr fyrirtækinu. Hins vegar hefur fyrirtækið skilað tapi í mörg ár í augum skattyfirvalda Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00