Annar grunsamlegur pakki var sendur til CNN Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 18:26 Höfuðstöðvar CNN í Atlanta. Pakkinn var stílaður á skrifstofurnar. Vísir/EPA Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00