Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2018 16:04 Björgvin Jónsson, verjandi ákærða, gengur almenninginn í Landsrétti í morgun. Til hægri á myndinni má sjá óhuldar rúður þar sem ljósmyndarar biðu í morgun. Þessi mynd er sömuleiðis tekin utandyra. Vísir/Vilhelm Ljósmyndarar íslenskra fjölmiðla fengu ekki aðgang að Landsrétti í morgun þar sem aðalmeðferð í einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar, máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi Møller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. Menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi í dag þar sem hinn ákærði segist meðal annars hafa verið að kasta af sér vatni og horfa á stjörnurnar á meðan Nikolaj ók á brott með Birnu. Gögn Veðurstofu Íslands segja að alskýjað hafi verið.Thomas Møller Olsen mætir í dómsal í Landsrétti í morgun.Vísir/VilhelmNáðu mynd í gegnum rúðu Ljósmyndarar brugðu á það ráð að halda til utan dyra og reyna að ná myndum í gegnum rúðuna. Engar ljósmyndir birtust af Thomasi þegar málið var til meðferðar í hérðadómi í fyrra en Grælendingurinn huldi höfuð sitt á leiðinni í og úr dómsal. Ljósmyndarar flestra miðla náðu þó myndum af honum í morgun. Virtist honum ekki í mun um að hylja andlit sitt eins og var í héraðsdómi í fyrra. Þegar þingverðir urðu varir við ljósmyndara drógu þeir fyrir gardínur þar sem hægt var og tóku sér stöðu fyrir gluggum til að gera myndatökur erfiðara.Landsréttur er staðsettur í Kópavogi en hann tók til starfa í upphafi árs.Vísir/VilhelmStopp í fyrsta máli Landsréttur tók til starfa í upphafi árs en um er að ræða áfrýjunardómstól, millidómstig á milli héraðsdóms og Hæstaréttar. Í héraðsdómi og Hæstarétti hafa myndatökur verið leyfðar í opnum þinghöldum, jafnt á göngum sem í dómsölum þar til að dómari kemur í salinn. Reglurnar eru aðrar hjá Landsrétti. Það kom í ljós í upphafi árs þegar ljósmyndurum var meinað að mynda inni í dómsal við fyrsta þinghald í Landsrétti. Skrifstofustjóri Landsréttar, Björn L. Bergsson, tjáði Mbl.is við það tilefni að í Landsrétti yrðu myndatökur ekki leyfðar í dómsal. Hann sagði engar reglur þess efnis að leyfa eða banna myndatökur á göngum hússins. „Það stendur ekki til að fara að ganga svo langt,“ sagði Björn. Björn L. Bergsson er skrifstofustjóri Landsréttar. Til hægri má sjá ljósmyndara í sal Hæstaréttar þegar Guðmundar- og Geirfinnsmálið var til umfjöllunar á áttunda áratugnum.Skipti máli hvort menn mæti af fúsum og frjálsum vilja eður ei Björn segir í samtali við Vísi í dag að tvær meginástæður hafi verið fyrir að ljósmyndurum var meinaður aðgangur í morgun og reynt að hindra tökur þeirra, sem hefði þó ekki tekist að fullu. Hann minnir á að húsnæði Landsréttar sé ekki hannað sem dómshús sem hjálpi ekki til varðandi ýmislegt. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Dómsal 2 í Landsrétti. Ekki var hægt að fara með sakborning bakdyramegin inn í salinn eins og hönnun hússins gerir ráð fyrir. Því hafi þurft að fara með hann um „almenninginn“, þ.e. það svæði sem er opið öllum. Af öryggissjónarmiðum, gagnvart ákærða og öðrum, hafi verið lokað fyrir aðgang ljósmyndara. Það eigi ekki að bitna á ákærðu að hönnun dómshússins sé með þeim hætti að þeir þurfi að fara „almenninginn“ og af þeim sökum hylja sig. Athygli vakti að þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni á dögunum var aðgangur ljósmyndara ekki takmarkaður. Björn segir að þá hafi Sveinn Gestur mætt af fúsum og frjálsum vilja, til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu. Ólíkt því sem er í aðalmeðferð þegar ákærðu verða að mæta. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við veru ljósmyndara þá. „Þetta gengur ekki út á að bregða fæti fyrir fjölmiðla,“ segir Björn. Takmörkun umfjöllunar í kringum skýrslugjöf í dag hafi verið til að koma í veg fyrir að vitni gætu setið fyrir utan dómsal og lesið hvað önnur vitni sögðu.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Vilja takmarka myndatökur Lögmannafélagið og dómarafélagið hafa í lengri tíma talað fyrir því að takmarka myndatökur í dómsmálum. Í nýlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingu á dómstólalögum er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. „Með hliðsjón af grundvallarreglunni um sjálfstæði dómsvaldsins fer best á því að dómstólarnir sjálfir taki ákvörðun í þeim efnum. Til að tryggja réttláta málsmeðferð og viðhlítandi aðgang að dómstólum er nauðsynlegt að gera takmarkanir í þessu tilliti og þá ekki síst litið til hagsmuna málsaðila og vitna.“ Er vísað til þess að í Danmörku sé almenna reglan sú að óheimilt er að taka myndir í dómhúsi nema að fengnu sérstöku leyfi. Þá er óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum sem eru á leið til eða frá réttarhaldi í sakamáli nema þeir samþykki slíka myndatöku. Svipað ákvæði er að finna í norskum réttarfarslögum en þar er kveðið á um bann við því að taka myndir af ákærða eða hinum dæmda í dómhúsi eða á leið til eða frá réttarhaldi í sakamáli nema hann samþykki. Formaður Blaðamannafélags Íslands hefur mótmælt að slíkar takmarkanir yrðu gerðar hér á landi. Þinghald eigi að vera í heyranda hljóði og verið sé að skrásetja söguna. Mætti velta fyrir sér hvaða gildi myndatökur úr dómsal í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu höfðu á sínum tíma. Hæstiréttur gerði einmitt undantekningu á myndatökum í dómssal á dögunum þegar kveðinn var upp dómur í endurupptöku málsins. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ljósmyndarar íslenskra fjölmiðla fengu ekki aðgang að Landsrétti í morgun þar sem aðalmeðferð í einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar, máli ákæruvaldsins á hendur Thomasi Møller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. Menn séu saklausir uns sekt sé sönnuð. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi í dag þar sem hinn ákærði segist meðal annars hafa verið að kasta af sér vatni og horfa á stjörnurnar á meðan Nikolaj ók á brott með Birnu. Gögn Veðurstofu Íslands segja að alskýjað hafi verið.Thomas Møller Olsen mætir í dómsal í Landsrétti í morgun.Vísir/VilhelmNáðu mynd í gegnum rúðu Ljósmyndarar brugðu á það ráð að halda til utan dyra og reyna að ná myndum í gegnum rúðuna. Engar ljósmyndir birtust af Thomasi þegar málið var til meðferðar í hérðadómi í fyrra en Grælendingurinn huldi höfuð sitt á leiðinni í og úr dómsal. Ljósmyndarar flestra miðla náðu þó myndum af honum í morgun. Virtist honum ekki í mun um að hylja andlit sitt eins og var í héraðsdómi í fyrra. Þegar þingverðir urðu varir við ljósmyndara drógu þeir fyrir gardínur þar sem hægt var og tóku sér stöðu fyrir gluggum til að gera myndatökur erfiðara.Landsréttur er staðsettur í Kópavogi en hann tók til starfa í upphafi árs.Vísir/VilhelmStopp í fyrsta máli Landsréttur tók til starfa í upphafi árs en um er að ræða áfrýjunardómstól, millidómstig á milli héraðsdóms og Hæstaréttar. Í héraðsdómi og Hæstarétti hafa myndatökur verið leyfðar í opnum þinghöldum, jafnt á göngum sem í dómsölum þar til að dómari kemur í salinn. Reglurnar eru aðrar hjá Landsrétti. Það kom í ljós í upphafi árs þegar ljósmyndurum var meinað að mynda inni í dómsal við fyrsta þinghald í Landsrétti. Skrifstofustjóri Landsréttar, Björn L. Bergsson, tjáði Mbl.is við það tilefni að í Landsrétti yrðu myndatökur ekki leyfðar í dómsal. Hann sagði engar reglur þess efnis að leyfa eða banna myndatökur á göngum hússins. „Það stendur ekki til að fara að ganga svo langt,“ sagði Björn. Björn L. Bergsson er skrifstofustjóri Landsréttar. Til hægri má sjá ljósmyndara í sal Hæstaréttar þegar Guðmundar- og Geirfinnsmálið var til umfjöllunar á áttunda áratugnum.Skipti máli hvort menn mæti af fúsum og frjálsum vilja eður ei Björn segir í samtali við Vísi í dag að tvær meginástæður hafi verið fyrir að ljósmyndurum var meinaður aðgangur í morgun og reynt að hindra tökur þeirra, sem hefði þó ekki tekist að fullu. Hann minnir á að húsnæði Landsréttar sé ekki hannað sem dómshús sem hjálpi ekki til varðandi ýmislegt. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Dómsal 2 í Landsrétti. Ekki var hægt að fara með sakborning bakdyramegin inn í salinn eins og hönnun hússins gerir ráð fyrir. Því hafi þurft að fara með hann um „almenninginn“, þ.e. það svæði sem er opið öllum. Af öryggissjónarmiðum, gagnvart ákærða og öðrum, hafi verið lokað fyrir aðgang ljósmyndara. Það eigi ekki að bitna á ákærðu að hönnun dómshússins sé með þeim hætti að þeir þurfi að fara „almenninginn“ og af þeim sökum hylja sig. Athygli vakti að þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni á dögunum var aðgangur ljósmyndara ekki takmarkaður. Björn segir að þá hafi Sveinn Gestur mætt af fúsum og frjálsum vilja, til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu. Ólíkt því sem er í aðalmeðferð þegar ákærðu verða að mæta. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við veru ljósmyndara þá. „Þetta gengur ekki út á að bregða fæti fyrir fjölmiðla,“ segir Björn. Takmörkun umfjöllunar í kringum skýrslugjöf í dag hafi verið til að koma í veg fyrir að vitni gætu setið fyrir utan dómsal og lesið hvað önnur vitni sögðu.Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.Vilja takmarka myndatökur Lögmannafélagið og dómarafélagið hafa í lengri tíma talað fyrir því að takmarka myndatökur í dómsmálum. Í nýlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingu á dómstólalögum er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. „Með hliðsjón af grundvallarreglunni um sjálfstæði dómsvaldsins fer best á því að dómstólarnir sjálfir taki ákvörðun í þeim efnum. Til að tryggja réttláta málsmeðferð og viðhlítandi aðgang að dómstólum er nauðsynlegt að gera takmarkanir í þessu tilliti og þá ekki síst litið til hagsmuna málsaðila og vitna.“ Er vísað til þess að í Danmörku sé almenna reglan sú að óheimilt er að taka myndir í dómhúsi nema að fengnu sérstöku leyfi. Þá er óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum sem eru á leið til eða frá réttarhaldi í sakamáli nema þeir samþykki slíka myndatöku. Svipað ákvæði er að finna í norskum réttarfarslögum en þar er kveðið á um bann við því að taka myndir af ákærða eða hinum dæmda í dómhúsi eða á leið til eða frá réttarhaldi í sakamáli nema hann samþykki. Formaður Blaðamannafélags Íslands hefur mótmælt að slíkar takmarkanir yrðu gerðar hér á landi. Þinghald eigi að vera í heyranda hljóði og verið sé að skrásetja söguna. Mætti velta fyrir sér hvaða gildi myndatökur úr dómsal í Guðmundar - og Geirfinnsmálinu höfðu á sínum tíma. Hæstiréttur gerði einmitt undantekningu á myndatökum í dómssal á dögunum þegar kveðinn var upp dómur í endurupptöku málsins.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Fjölmiðlar Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira