Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 14:19 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson. Vísir/Getty Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina. Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina.
Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34
Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30
Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37