Stíflugarðar á við 10 og 12 hæða blokkir Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar