Telur sig geta káfað á konum líkt og Trump Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 20:53 Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum. Vísir/getty Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum. Það náðist á upptöku þegar Trump sagðist „grípa í píkuna á konum“ árið 2005. Myndskeiðið vakti töluverða athygli í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Bandaríkjaforseti á upptökunni. Maðurinn sem káfaði á kvenkyns farþega í flugvél á leið til Nýju Mexíkó heitir Bruce Michael Alexander en hann var handtekinn fyrir að brjóta á konunni við komuna til Nýju Mexíkó. Time hefur eftir konunni, sem vill ekki láta nafn síns getið, að Alexander, sem sat fyrir aftan hana í fluginu, hafi í tvígang hallað sér fram og þuklað á brjóstunum á henni. Þegar hann hafi í brotið á henni í seinna skiptið segist konan hafa risið úr sæti sínu og sagt manninum að hún skildi ekki hvernig honum fyndist framkoma sín í lagi og að hann yrði að láta af hegðun sinni þegar í stað. Konan bað flugþjón í framhaldinu um að færa sig í annað sæti flugvélarinnar. Hún sagði jafnframt að maðurinn hefði hvorki verið búinn að drekka áfengi né lyf. Seinna sagði Alexander að hann ræki ekki minni til þess að hafa káfað á konunni og sagðist hann hafa verið meira og minna sofandi alla flugferðina. Þetta stangast á við það sem hann sagði upphaflega við lögreglu sem var að hann teldi sig geta káfað á konum alveg eins og Trump sagðist hafa gert. Donald Trump Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Karlmaður sem sakaður er um að hafa káfað á konu um borð í flugvél frá Houston til Nýju Mexíkó á sunnudag afsakaði gjörðir sínar með því að segja að Donald Trump, Bandaríkjaforseta, finnist í lagi að káfa á konum. Það náðist á upptöku þegar Trump sagðist „grípa í píkuna á konum“ árið 2005. Myndskeiðið vakti töluverða athygli í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Bandaríkjaforseti á upptökunni. Maðurinn sem káfaði á kvenkyns farþega í flugvél á leið til Nýju Mexíkó heitir Bruce Michael Alexander en hann var handtekinn fyrir að brjóta á konunni við komuna til Nýju Mexíkó. Time hefur eftir konunni, sem vill ekki láta nafn síns getið, að Alexander, sem sat fyrir aftan hana í fluginu, hafi í tvígang hallað sér fram og þuklað á brjóstunum á henni. Þegar hann hafi í brotið á henni í seinna skiptið segist konan hafa risið úr sæti sínu og sagt manninum að hún skildi ekki hvernig honum fyndist framkoma sín í lagi og að hann yrði að láta af hegðun sinni þegar í stað. Konan bað flugþjón í framhaldinu um að færa sig í annað sæti flugvélarinnar. Hún sagði jafnframt að maðurinn hefði hvorki verið búinn að drekka áfengi né lyf. Seinna sagði Alexander að hann ræki ekki minni til þess að hafa káfað á konunni og sagðist hann hafa verið meira og minna sofandi alla flugferðina. Þetta stangast á við það sem hann sagði upphaflega við lögreglu sem var að hann teldi sig geta káfað á konum alveg eins og Trump sagðist hafa gert.
Donald Trump Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira