Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 12:11 Lengi hefur verið rætt um framtíð Kelly í Hvíta húsinu. Trump forseti er sagður nær hættur að hlusta á ráðgjöf starfsmannastjórans. Vísir/AFP Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Til líkamlegra átaka kom á milli Johns Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trump forseta, við forsetaskrifstofuna í febrúar. Leyniþjónustumenn þurftu að skerast í leikinn til að stía þeim í sundur.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kelly hafi gripið í skyrtukraga Lewandowski og reynt að vísa honum úr vesturálmu Hvíta hússins. Lewandowski hafi ekki brugðist við með ofbeldi á móti. Þegar leyniþjónustumenn gripu inn í hafi báðir menn samþykkt að halda hvor sína leið. Uppákoman á að hafa átt sér stað eftir að bæði Kelly og Lewandowski sátu á forsetaskrifstofunni með Trump. Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump en er nú lýst sem óformlegum ráðgjafa forsetans. Kelly á að hafa gagnrýnt Lewandowski við Trump fyrir að græða á tá og fingri af forsetanum með störfum sínum fyrir pólitíska aðgerðanefnd sem vinnur að endurkjöri Trump. Þá hafi starfsmannastjórinn verið ósáttur við að Lewandowski skuli hafa gagnrýnt sig í sjónvarpsviðtölum fyrir hvernig hann tók á starfsmanni Hvíta hússins sem hafði verið sakaður um heimilisofbeldi.Corey Lewandowski var fyrsti kosningastjóri Trump. Hann var rekinn í kjölfar ásakana um að hann rifið í fréttakonu Breitbart.Vísir/GettyÞegar Trump tók símann hafi mennirnir tveir yfirgefið skrifstofuna. Á leiðinni að skrifstofu sinni hafi Kelly kallað á starfsmann sem hann vildi að vísaði Lewandowski á dyr. Til rifrildis kom sem endaði með því að Kelly greip í kraga Lewandowski og reyndi að ýta honum upp að vegg. Hvorugur mannanna né Hvíta húsið vildi tjá sig um uppákomuna við bandaríska blaðið. Lewandowski hittir Trump forseta enn reglulega, meðal annars í Hvíta húsinu. Starfsmenn þess eru hins vegar sagðir reyna að tryggja að þeir Kelly rekist ekki hvor á annan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem greint hefur verið frá átökum og ágreiningi sem Kelly á að hafa átt þátt í. Þannig var hann sagður hafa lent í stympingum við kínverskan embættismann í heimsókn Trump til Kína í fyrra. Þá eiga hann og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að hafa öskrað hvor á annan vegna innflytjendamála eftir fund með forsetanum í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49