Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“ Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“
Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30