Real Madrid með lífsnauðsynlegan sigur á Celta Vigo í markaleik

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Benzema kom Madrídingum á bragðið í kvöld
Benzema kom Madrídingum á bragðið í kvöld vísir/getty
Real Madrid gerðu góða ferð til Vigo-borgar þar sem Evrópumeistararnir unnu heimamenn í Celta Vigo, 4-1.



Real Madrid eru enn þjálfaralausir en þeir þurftu nauðsynlega á sigri að halda í kvöld til þess að komast aftur í toppbaráttuna.



Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 23. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.



Real Madrid tvöfaldaði forystu sína á 56. mínútu þegar Gustavo Cabral varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en skömmu síðar minnkaði Hugo Mallo muninn fyrir Celta Vigo.



Sergio Ramos kom Real Madrid í 3-1 með marki úr vítaspyrnu en hann var kaldur, og vippaði boltanum í mitt markið.



Skömmu síðar fékk Gustavo Cabral að líta á sitt annað gula spjald, og þar með rautt og Celta Vigo kláraði því leikinn einum manni færri.



Evrópumeistararnir nýttu sér liðsmuninn en Dani Ceballos skoraði fjórða mark Real Madrid áður en Brais Mendez minnkaði muninn í 4-2. Reyndust það vera lokatölur.



Með sigrinum er Real Madrid í 6. sæti en liðið er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira