Dómstólar greiða ríkisstjórn Trump tvö þung högg Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2018 07:27 Trump skrifaði undir tilskipun um Keystone XL-olíuleiðsluna þegar á öðrum degi sínum í embætti forseta. Vísir/EPA Tveir alríkisdómarar gerðu ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta afturreka með tvö umdeild mál sem hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Annar þeirra staðfesti lögbann við því að DACA-áætlunin sem ver börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna fyrir því að vera vísað úr landi yrði felld úr gildi en hinn setti tímabundið lögbann á framkvæmdir við stóra og umdeilda olíuleiðslu. Trump tilkynnti að hann ætlaði að afnema DACA-áætlunina sem forveri hans Barack Obama setti á fót í september í fyrra. Neðri dómstig settu hins vegar lögbann á það og skipaði ríkisstjórninni að halda áfram að taka við umsóknum um vernd þar til málið yrði til lykta leitt fyrir dómstólum. Níundi áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna kvað upp úrskurð í gær um að DACA yrði að halda áfram að vera í gildi þar sem líkur væru á því að stefnendur sem halda því fram að afnám áætlunarinnar sé ólöglegt komi til með að vinna málið, að því er segir í frétt CNN. Dómsmálaráðuneytið hefur þegar beðið Hæstarétt um að taka málið fyrir. Þar eru íhaldsmenn nú með öruggan meirihluta eftir að Trump skipaði Brett Kavanaugh dómara í haust.Verða að rannsaka neikvæð áhrif olíuleiðslunnar Alríkisdómstóll í Montana lagði síðan tímabundið lögbann við framkvæmdir við Keystone XL-olíuleiðsluna. Ríkisstjórn Trump hafi ekki réttlætt nægilega ákvörðun sína um að gefa leyfi fyrir leiðslunni. Keystone XL á að flytja hráolíu sem unnin er úr tjörusandi í Kanada til olíuhreinsistöðva í Texas, tæplega tvö þúsund kílómetra leið. Eitt fyrsta verk Trump sem forseta var að gefa út forsetatilskipun um að snúa við stefnu Obama um að setja framkvæmdirnar á ís vegna umhverfissjónarmiða.Washington Post segir að úrskurður dómarans stöðvi framkvæmdirnar ekki varanlega. Ríkisstjórnin þarf nú hins vegar að meta nánar möguleg neikvæð áhrif leiðslunnar, þar á meðal fyrir loftslagsbreytingar, dýr í útrýmingarhættu og menningararf. Hópar norður-amerískra frumbyggja eru á meðal þeirra sem hafa barist hvað harðast gegn Keystone XL en leiðslan á meðal annars að liggja um jarðir þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Tveir alríkisdómarar gerðu ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta afturreka með tvö umdeild mál sem hafa verið ofarlega á baugi undanfarin ár. Annar þeirra staðfesti lögbann við því að DACA-áætlunin sem ver börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna fyrir því að vera vísað úr landi yrði felld úr gildi en hinn setti tímabundið lögbann á framkvæmdir við stóra og umdeilda olíuleiðslu. Trump tilkynnti að hann ætlaði að afnema DACA-áætlunina sem forveri hans Barack Obama setti á fót í september í fyrra. Neðri dómstig settu hins vegar lögbann á það og skipaði ríkisstjórninni að halda áfram að taka við umsóknum um vernd þar til málið yrði til lykta leitt fyrir dómstólum. Níundi áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna kvað upp úrskurð í gær um að DACA yrði að halda áfram að vera í gildi þar sem líkur væru á því að stefnendur sem halda því fram að afnám áætlunarinnar sé ólöglegt komi til með að vinna málið, að því er segir í frétt CNN. Dómsmálaráðuneytið hefur þegar beðið Hæstarétt um að taka málið fyrir. Þar eru íhaldsmenn nú með öruggan meirihluta eftir að Trump skipaði Brett Kavanaugh dómara í haust.Verða að rannsaka neikvæð áhrif olíuleiðslunnar Alríkisdómstóll í Montana lagði síðan tímabundið lögbann við framkvæmdir við Keystone XL-olíuleiðsluna. Ríkisstjórn Trump hafi ekki réttlætt nægilega ákvörðun sína um að gefa leyfi fyrir leiðslunni. Keystone XL á að flytja hráolíu sem unnin er úr tjörusandi í Kanada til olíuhreinsistöðva í Texas, tæplega tvö þúsund kílómetra leið. Eitt fyrsta verk Trump sem forseta var að gefa út forsetatilskipun um að snúa við stefnu Obama um að setja framkvæmdirnar á ís vegna umhverfissjónarmiða.Washington Post segir að úrskurður dómarans stöðvi framkvæmdirnar ekki varanlega. Ríkisstjórnin þarf nú hins vegar að meta nánar möguleg neikvæð áhrif leiðslunnar, þar á meðal fyrir loftslagsbreytingar, dýr í útrýmingarhættu og menningararf. Hópar norður-amerískra frumbyggja eru á meðal þeirra sem hafa barist hvað harðast gegn Keystone XL en leiðslan á meðal annars að liggja um jarðir þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56 Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00 Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Áætlun sem varði innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun var felld úr gildi í mars. 25. apríl 2018 11:56
Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. 7. nóvember 2015 07:00
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Mikið hefur verið deilt um leiðslurnar um árabil. 24. janúar 2017 16:53
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila