Hægt að hlaða inn ljósmyndum af notendum á Íslendingabók Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 19:34 Nýja viðmótið er nútímalegra og stílhreinna en hið gamla, að sögn Friðriks. Skjáskot/Íslendingabók Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan. Tækni Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan.
Tækni Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira