Hægt að hlaða inn ljósmyndum af notendum á Íslendingabók Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 19:34 Nýja viðmótið er nútímalegra og stílhreinna en hið gamla, að sögn Friðriks. Skjáskot/Íslendingabók Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan. Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan.
Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira