Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Sanders segir Acosta hafa lagt hendur á konuna sem reyndi að taka hljóðnemann af honum. AP/Evan Vucci Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. Myndband sem Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, birti til að réttlæta bannið virðist hafa verið breytt og virðist hafa komið frá ritstjóra InfoWars. Acosta hefur verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi og starfsmenn Hvíta hússins halda því fram að hann hafi lagt hendur á konu sem reyndi að taka hljóðnema af honum á blaðamannafundi í gær.Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirMeð myndbandinu sem Sanders birti skrifaði hún að Hvíta húsið myndi ekki „sætta sig við þá óviðeigandi hegðun sem sést greinilega í þessu myndbandi“.We stand by our decision to revoke this individual’s hard pass. We will not tolerate the inappropriate behavior clearly documented in this video. pic.twitter.com/T8X1Ng912y — Sarah Sanders (@PressSec) November 8, 2018 Þessi málflutningur virðist þó byggður á sandi þar sem myndbandið sem Sanders birti virðist hafa verið breytt. Einna ritstjórum samsæriskenningasíðunnar InfoWars, sem er í eigu Alex Jones, hafði birt sama myndband um tveimur klukkustundum áður. Margir blaðamenn í Bandaríkjunum hafa komið Acosta til varnar og segja myndbandinu hafa verið breytt. Einn þeirra er Andrew Kaczynski, sem einnig vinnur á CNN. Hann segir að völdum köflum hafi verið breytt til að láta líta út fyrir að snerting Acosta og konunnar hafi í raun verið alvarlegri. Þá vekur það athygli að Sanders endurtísti myndbandinu ekki. Heldur hlóð hún því upp sjálf. Í samtali við Buzzfeed segir sá sem birti myndband Sanders upprunalega að hann hefði ekki breytt því. Hann hefði upprunalega tekið GIF og breytt því í myndband og segir að það gæti útskýrt muninn á hans myndbandi og öðrum. Það vanti einfaldlega nokkra ramma í myndbandið.The video shared by the White House to justify banning Jim @Acosta appears to be a doctored video created by an Infowars editor. The video slows down the intern's approach/speeds up Acosta's arm movement, making it appear more violent.https://t.co/FEyHtNQxG6 — andrew kaczynski (@KFILE) November 8, 2018 Asha Rangappa, sem vinnur einnig á CNN og er fyrrverandi starfsmaður FBI, segir tíst Sanders vera tilefni til lögsóknar..@PressSec you are seriously tweeting out an obviously doctored video – from InfoWars no less – to substantiate a false accusation of assault against a journalist??? The standard for libel against a public figure is acting with “actual malice,” and your tweet is Exhibit A. https://t.co/G6JKx3ZrpN — Asha Rangappa (@AshaRangappa_) November 8, 2018 Netverji einn sem segist hafa rúmlega fimmtán ára reynslu af því af myndbandavinnu segir ljóst að myndbandi Sanders hafi verið breytt. Sýnir hann útskýringarmyndband máli sínu til stuðnings.1) Took @PressSec Sarah Sanders' video of briefing 2) Tinted red and made transparent over CSPAN video 3) Red motion is when they doctored video speed 4) Sped up to make Jim Acosta's motion look like a chop 5) I've edited video for 15+ years 6) The White House doctored it pic.twitter.com/q6arkYSx0V — Rafael Shimunov (@rafaelshimunov) November 8, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tíst fleiri blaðamanna sem hafa gagnrýnt Sanders.Further analysis: video is absolutely doctored. You can see the edit when the clips are side by side and slowed down to quarter speed. See for yourself: pic.twitter.com/4ZZrzhislg— Aymann Ismail (@aymanndotcom) November 8, 2018 Slowed down the @Acosta encounter to show the FOUR times the White House staffer touched HIM... not the other way around. Unclear if she's been suspended. pic.twitter.com/gBhlR2r5P1— Sarah Burris (@SarahBurris) November 8, 2018 The White House Press Secretary tweeted a doctored Infowars video, solidifying her position as the most dishonest Press Secretary in history. That is something. https://t.co/rQgJnGfQq1— Elise Jordan (@Elise_Jordan) November 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. Myndband sem Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, birti til að réttlæta bannið virðist hafa verið breytt og virðist hafa komið frá ritstjóra InfoWars. Acosta hefur verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi og starfsmenn Hvíta hússins halda því fram að hann hafi lagt hendur á konu sem reyndi að taka hljóðnema af honum á blaðamannafundi í gær.Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirMeð myndbandinu sem Sanders birti skrifaði hún að Hvíta húsið myndi ekki „sætta sig við þá óviðeigandi hegðun sem sést greinilega í þessu myndbandi“.We stand by our decision to revoke this individual’s hard pass. We will not tolerate the inappropriate behavior clearly documented in this video. pic.twitter.com/T8X1Ng912y — Sarah Sanders (@PressSec) November 8, 2018 Þessi málflutningur virðist þó byggður á sandi þar sem myndbandið sem Sanders birti virðist hafa verið breytt. Einna ritstjórum samsæriskenningasíðunnar InfoWars, sem er í eigu Alex Jones, hafði birt sama myndband um tveimur klukkustundum áður. Margir blaðamenn í Bandaríkjunum hafa komið Acosta til varnar og segja myndbandinu hafa verið breytt. Einn þeirra er Andrew Kaczynski, sem einnig vinnur á CNN. Hann segir að völdum köflum hafi verið breytt til að láta líta út fyrir að snerting Acosta og konunnar hafi í raun verið alvarlegri. Þá vekur það athygli að Sanders endurtísti myndbandinu ekki. Heldur hlóð hún því upp sjálf. Í samtali við Buzzfeed segir sá sem birti myndband Sanders upprunalega að hann hefði ekki breytt því. Hann hefði upprunalega tekið GIF og breytt því í myndband og segir að það gæti útskýrt muninn á hans myndbandi og öðrum. Það vanti einfaldlega nokkra ramma í myndbandið.The video shared by the White House to justify banning Jim @Acosta appears to be a doctored video created by an Infowars editor. The video slows down the intern's approach/speeds up Acosta's arm movement, making it appear more violent.https://t.co/FEyHtNQxG6 — andrew kaczynski (@KFILE) November 8, 2018 Asha Rangappa, sem vinnur einnig á CNN og er fyrrverandi starfsmaður FBI, segir tíst Sanders vera tilefni til lögsóknar..@PressSec you are seriously tweeting out an obviously doctored video – from InfoWars no less – to substantiate a false accusation of assault against a journalist??? The standard for libel against a public figure is acting with “actual malice,” and your tweet is Exhibit A. https://t.co/G6JKx3ZrpN — Asha Rangappa (@AshaRangappa_) November 8, 2018 Netverji einn sem segist hafa rúmlega fimmtán ára reynslu af því af myndbandavinnu segir ljóst að myndbandi Sanders hafi verið breytt. Sýnir hann útskýringarmyndband máli sínu til stuðnings.1) Took @PressSec Sarah Sanders' video of briefing 2) Tinted red and made transparent over CSPAN video 3) Red motion is when they doctored video speed 4) Sped up to make Jim Acosta's motion look like a chop 5) I've edited video for 15+ years 6) The White House doctored it pic.twitter.com/q6arkYSx0V — Rafael Shimunov (@rafaelshimunov) November 8, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tíst fleiri blaðamanna sem hafa gagnrýnt Sanders.Further analysis: video is absolutely doctored. You can see the edit when the clips are side by side and slowed down to quarter speed. See for yourself: pic.twitter.com/4ZZrzhislg— Aymann Ismail (@aymanndotcom) November 8, 2018 Slowed down the @Acosta encounter to show the FOUR times the White House staffer touched HIM... not the other way around. Unclear if she's been suspended. pic.twitter.com/gBhlR2r5P1— Sarah Burris (@SarahBurris) November 8, 2018 The White House Press Secretary tweeted a doctored Infowars video, solidifying her position as the most dishonest Press Secretary in history. That is something. https://t.co/rQgJnGfQq1— Elise Jordan (@Elise_Jordan) November 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira