Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Sanders segir Acosta hafa lagt hendur á konuna sem reyndi að taka hljóðnemann af honum. AP/Evan Vucci Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. Myndband sem Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, birti til að réttlæta bannið virðist hafa verið breytt og virðist hafa komið frá ritstjóra InfoWars. Acosta hefur verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi og starfsmenn Hvíta hússins halda því fram að hann hafi lagt hendur á konu sem reyndi að taka hljóðnema af honum á blaðamannafundi í gær.Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirMeð myndbandinu sem Sanders birti skrifaði hún að Hvíta húsið myndi ekki „sætta sig við þá óviðeigandi hegðun sem sést greinilega í þessu myndbandi“.We stand by our decision to revoke this individual’s hard pass. We will not tolerate the inappropriate behavior clearly documented in this video. pic.twitter.com/T8X1Ng912y — Sarah Sanders (@PressSec) November 8, 2018 Þessi málflutningur virðist þó byggður á sandi þar sem myndbandið sem Sanders birti virðist hafa verið breytt. Einna ritstjórum samsæriskenningasíðunnar InfoWars, sem er í eigu Alex Jones, hafði birt sama myndband um tveimur klukkustundum áður. Margir blaðamenn í Bandaríkjunum hafa komið Acosta til varnar og segja myndbandinu hafa verið breytt. Einn þeirra er Andrew Kaczynski, sem einnig vinnur á CNN. Hann segir að völdum köflum hafi verið breytt til að láta líta út fyrir að snerting Acosta og konunnar hafi í raun verið alvarlegri. Þá vekur það athygli að Sanders endurtísti myndbandinu ekki. Heldur hlóð hún því upp sjálf. Í samtali við Buzzfeed segir sá sem birti myndband Sanders upprunalega að hann hefði ekki breytt því. Hann hefði upprunalega tekið GIF og breytt því í myndband og segir að það gæti útskýrt muninn á hans myndbandi og öðrum. Það vanti einfaldlega nokkra ramma í myndbandið.The video shared by the White House to justify banning Jim @Acosta appears to be a doctored video created by an Infowars editor. The video slows down the intern's approach/speeds up Acosta's arm movement, making it appear more violent.https://t.co/FEyHtNQxG6 — andrew kaczynski (@KFILE) November 8, 2018 Asha Rangappa, sem vinnur einnig á CNN og er fyrrverandi starfsmaður FBI, segir tíst Sanders vera tilefni til lögsóknar..@PressSec you are seriously tweeting out an obviously doctored video – from InfoWars no less – to substantiate a false accusation of assault against a journalist??? The standard for libel against a public figure is acting with “actual malice,” and your tweet is Exhibit A. https://t.co/G6JKx3ZrpN — Asha Rangappa (@AshaRangappa_) November 8, 2018 Netverji einn sem segist hafa rúmlega fimmtán ára reynslu af því af myndbandavinnu segir ljóst að myndbandi Sanders hafi verið breytt. Sýnir hann útskýringarmyndband máli sínu til stuðnings.1) Took @PressSec Sarah Sanders' video of briefing 2) Tinted red and made transparent over CSPAN video 3) Red motion is when they doctored video speed 4) Sped up to make Jim Acosta's motion look like a chop 5) I've edited video for 15+ years 6) The White House doctored it pic.twitter.com/q6arkYSx0V — Rafael Shimunov (@rafaelshimunov) November 8, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tíst fleiri blaðamanna sem hafa gagnrýnt Sanders.Further analysis: video is absolutely doctored. You can see the edit when the clips are side by side and slowed down to quarter speed. See for yourself: pic.twitter.com/4ZZrzhislg— Aymann Ismail (@aymanndotcom) November 8, 2018 Slowed down the @Acosta encounter to show the FOUR times the White House staffer touched HIM... not the other way around. Unclear if she's been suspended. pic.twitter.com/gBhlR2r5P1— Sarah Burris (@SarahBurris) November 8, 2018 The White House Press Secretary tweeted a doctored Infowars video, solidifying her position as the most dishonest Press Secretary in history. That is something. https://t.co/rQgJnGfQq1— Elise Jordan (@Elise_Jordan) November 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. Myndband sem Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, birti til að réttlæta bannið virðist hafa verið breytt og virðist hafa komið frá ritstjóra InfoWars. Acosta hefur verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi og starfsmenn Hvíta hússins halda því fram að hann hafi lagt hendur á konu sem reyndi að taka hljóðnema af honum á blaðamannafundi í gær.Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirMeð myndbandinu sem Sanders birti skrifaði hún að Hvíta húsið myndi ekki „sætta sig við þá óviðeigandi hegðun sem sést greinilega í þessu myndbandi“.We stand by our decision to revoke this individual’s hard pass. We will not tolerate the inappropriate behavior clearly documented in this video. pic.twitter.com/T8X1Ng912y — Sarah Sanders (@PressSec) November 8, 2018 Þessi málflutningur virðist þó byggður á sandi þar sem myndbandið sem Sanders birti virðist hafa verið breytt. Einna ritstjórum samsæriskenningasíðunnar InfoWars, sem er í eigu Alex Jones, hafði birt sama myndband um tveimur klukkustundum áður. Margir blaðamenn í Bandaríkjunum hafa komið Acosta til varnar og segja myndbandinu hafa verið breytt. Einn þeirra er Andrew Kaczynski, sem einnig vinnur á CNN. Hann segir að völdum köflum hafi verið breytt til að láta líta út fyrir að snerting Acosta og konunnar hafi í raun verið alvarlegri. Þá vekur það athygli að Sanders endurtísti myndbandinu ekki. Heldur hlóð hún því upp sjálf. Í samtali við Buzzfeed segir sá sem birti myndband Sanders upprunalega að hann hefði ekki breytt því. Hann hefði upprunalega tekið GIF og breytt því í myndband og segir að það gæti útskýrt muninn á hans myndbandi og öðrum. Það vanti einfaldlega nokkra ramma í myndbandið.The video shared by the White House to justify banning Jim @Acosta appears to be a doctored video created by an Infowars editor. The video slows down the intern's approach/speeds up Acosta's arm movement, making it appear more violent.https://t.co/FEyHtNQxG6 — andrew kaczynski (@KFILE) November 8, 2018 Asha Rangappa, sem vinnur einnig á CNN og er fyrrverandi starfsmaður FBI, segir tíst Sanders vera tilefni til lögsóknar..@PressSec you are seriously tweeting out an obviously doctored video – from InfoWars no less – to substantiate a false accusation of assault against a journalist??? The standard for libel against a public figure is acting with “actual malice,” and your tweet is Exhibit A. https://t.co/G6JKx3ZrpN — Asha Rangappa (@AshaRangappa_) November 8, 2018 Netverji einn sem segist hafa rúmlega fimmtán ára reynslu af því af myndbandavinnu segir ljóst að myndbandi Sanders hafi verið breytt. Sýnir hann útskýringarmyndband máli sínu til stuðnings.1) Took @PressSec Sarah Sanders' video of briefing 2) Tinted red and made transparent over CSPAN video 3) Red motion is when they doctored video speed 4) Sped up to make Jim Acosta's motion look like a chop 5) I've edited video for 15+ years 6) The White House doctored it pic.twitter.com/q6arkYSx0V — Rafael Shimunov (@rafaelshimunov) November 8, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tíst fleiri blaðamanna sem hafa gagnrýnt Sanders.Further analysis: video is absolutely doctored. You can see the edit when the clips are side by side and slowed down to quarter speed. See for yourself: pic.twitter.com/4ZZrzhislg— Aymann Ismail (@aymanndotcom) November 8, 2018 Slowed down the @Acosta encounter to show the FOUR times the White House staffer touched HIM... not the other way around. Unclear if she's been suspended. pic.twitter.com/gBhlR2r5P1— Sarah Burris (@SarahBurris) November 8, 2018 The White House Press Secretary tweeted a doctored Infowars video, solidifying her position as the most dishonest Press Secretary in history. That is something. https://t.co/rQgJnGfQq1— Elise Jordan (@Elise_Jordan) November 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira