Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Sanders segir Acosta hafa lagt hendur á konuna sem reyndi að taka hljóðnemann af honum. AP/Evan Vucci Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. Myndband sem Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, birti til að réttlæta bannið virðist hafa verið breytt og virðist hafa komið frá ritstjóra InfoWars. Acosta hefur verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi og starfsmenn Hvíta hússins halda því fram að hann hafi lagt hendur á konu sem reyndi að taka hljóðnema af honum á blaðamannafundi í gær.Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirMeð myndbandinu sem Sanders birti skrifaði hún að Hvíta húsið myndi ekki „sætta sig við þá óviðeigandi hegðun sem sést greinilega í þessu myndbandi“.We stand by our decision to revoke this individual’s hard pass. We will not tolerate the inappropriate behavior clearly documented in this video. pic.twitter.com/T8X1Ng912y — Sarah Sanders (@PressSec) November 8, 2018 Þessi málflutningur virðist þó byggður á sandi þar sem myndbandið sem Sanders birti virðist hafa verið breytt. Einna ritstjórum samsæriskenningasíðunnar InfoWars, sem er í eigu Alex Jones, hafði birt sama myndband um tveimur klukkustundum áður. Margir blaðamenn í Bandaríkjunum hafa komið Acosta til varnar og segja myndbandinu hafa verið breytt. Einn þeirra er Andrew Kaczynski, sem einnig vinnur á CNN. Hann segir að völdum köflum hafi verið breytt til að láta líta út fyrir að snerting Acosta og konunnar hafi í raun verið alvarlegri. Þá vekur það athygli að Sanders endurtísti myndbandinu ekki. Heldur hlóð hún því upp sjálf. Í samtali við Buzzfeed segir sá sem birti myndband Sanders upprunalega að hann hefði ekki breytt því. Hann hefði upprunalega tekið GIF og breytt því í myndband og segir að það gæti útskýrt muninn á hans myndbandi og öðrum. Það vanti einfaldlega nokkra ramma í myndbandið.The video shared by the White House to justify banning Jim @Acosta appears to be a doctored video created by an Infowars editor. The video slows down the intern's approach/speeds up Acosta's arm movement, making it appear more violent.https://t.co/FEyHtNQxG6 — andrew kaczynski (@KFILE) November 8, 2018 Asha Rangappa, sem vinnur einnig á CNN og er fyrrverandi starfsmaður FBI, segir tíst Sanders vera tilefni til lögsóknar..@PressSec you are seriously tweeting out an obviously doctored video – from InfoWars no less – to substantiate a false accusation of assault against a journalist??? The standard for libel against a public figure is acting with “actual malice,” and your tweet is Exhibit A. https://t.co/G6JKx3ZrpN — Asha Rangappa (@AshaRangappa_) November 8, 2018 Netverji einn sem segist hafa rúmlega fimmtán ára reynslu af því af myndbandavinnu segir ljóst að myndbandi Sanders hafi verið breytt. Sýnir hann útskýringarmyndband máli sínu til stuðnings.1) Took @PressSec Sarah Sanders' video of briefing 2) Tinted red and made transparent over CSPAN video 3) Red motion is when they doctored video speed 4) Sped up to make Jim Acosta's motion look like a chop 5) I've edited video for 15+ years 6) The White House doctored it pic.twitter.com/q6arkYSx0V — Rafael Shimunov (@rafaelshimunov) November 8, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tíst fleiri blaðamanna sem hafa gagnrýnt Sanders.Further analysis: video is absolutely doctored. You can see the edit when the clips are side by side and slowed down to quarter speed. See for yourself: pic.twitter.com/4ZZrzhislg— Aymann Ismail (@aymanndotcom) November 8, 2018 Slowed down the @Acosta encounter to show the FOUR times the White House staffer touched HIM... not the other way around. Unclear if she's been suspended. pic.twitter.com/gBhlR2r5P1— Sarah Burris (@SarahBurris) November 8, 2018 The White House Press Secretary tweeted a doctored Infowars video, solidifying her position as the most dishonest Press Secretary in history. That is something. https://t.co/rQgJnGfQq1— Elise Jordan (@Elise_Jordan) November 8, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. Myndband sem Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, birti til að réttlæta bannið virðist hafa verið breytt og virðist hafa komið frá ritstjóra InfoWars. Acosta hefur verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi og starfsmenn Hvíta hússins halda því fram að hann hafi lagt hendur á konu sem reyndi að taka hljóðnema af honum á blaðamannafundi í gær.Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirMeð myndbandinu sem Sanders birti skrifaði hún að Hvíta húsið myndi ekki „sætta sig við þá óviðeigandi hegðun sem sést greinilega í þessu myndbandi“.We stand by our decision to revoke this individual’s hard pass. We will not tolerate the inappropriate behavior clearly documented in this video. pic.twitter.com/T8X1Ng912y — Sarah Sanders (@PressSec) November 8, 2018 Þessi málflutningur virðist þó byggður á sandi þar sem myndbandið sem Sanders birti virðist hafa verið breytt. Einna ritstjórum samsæriskenningasíðunnar InfoWars, sem er í eigu Alex Jones, hafði birt sama myndband um tveimur klukkustundum áður. Margir blaðamenn í Bandaríkjunum hafa komið Acosta til varnar og segja myndbandinu hafa verið breytt. Einn þeirra er Andrew Kaczynski, sem einnig vinnur á CNN. Hann segir að völdum köflum hafi verið breytt til að láta líta út fyrir að snerting Acosta og konunnar hafi í raun verið alvarlegri. Þá vekur það athygli að Sanders endurtísti myndbandinu ekki. Heldur hlóð hún því upp sjálf. Í samtali við Buzzfeed segir sá sem birti myndband Sanders upprunalega að hann hefði ekki breytt því. Hann hefði upprunalega tekið GIF og breytt því í myndband og segir að það gæti útskýrt muninn á hans myndbandi og öðrum. Það vanti einfaldlega nokkra ramma í myndbandið.The video shared by the White House to justify banning Jim @Acosta appears to be a doctored video created by an Infowars editor. The video slows down the intern's approach/speeds up Acosta's arm movement, making it appear more violent.https://t.co/FEyHtNQxG6 — andrew kaczynski (@KFILE) November 8, 2018 Asha Rangappa, sem vinnur einnig á CNN og er fyrrverandi starfsmaður FBI, segir tíst Sanders vera tilefni til lögsóknar..@PressSec you are seriously tweeting out an obviously doctored video – from InfoWars no less – to substantiate a false accusation of assault against a journalist??? The standard for libel against a public figure is acting with “actual malice,” and your tweet is Exhibit A. https://t.co/G6JKx3ZrpN — Asha Rangappa (@AshaRangappa_) November 8, 2018 Netverji einn sem segist hafa rúmlega fimmtán ára reynslu af því af myndbandavinnu segir ljóst að myndbandi Sanders hafi verið breytt. Sýnir hann útskýringarmyndband máli sínu til stuðnings.1) Took @PressSec Sarah Sanders' video of briefing 2) Tinted red and made transparent over CSPAN video 3) Red motion is when they doctored video speed 4) Sped up to make Jim Acosta's motion look like a chop 5) I've edited video for 15+ years 6) The White House doctored it pic.twitter.com/q6arkYSx0V — Rafael Shimunov (@rafaelshimunov) November 8, 2018 Hér fyrir neðan má sjá tíst fleiri blaðamanna sem hafa gagnrýnt Sanders.Further analysis: video is absolutely doctored. You can see the edit when the clips are side by side and slowed down to quarter speed. See for yourself: pic.twitter.com/4ZZrzhislg— Aymann Ismail (@aymanndotcom) November 8, 2018 Slowed down the @Acosta encounter to show the FOUR times the White House staffer touched HIM... not the other way around. Unclear if she's been suspended. pic.twitter.com/gBhlR2r5P1— Sarah Burris (@SarahBurris) November 8, 2018 The White House Press Secretary tweeted a doctored Infowars video, solidifying her position as the most dishonest Press Secretary in history. That is something. https://t.co/rQgJnGfQq1— Elise Jordan (@Elise_Jordan) November 8, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira