Dalurinn veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 10:31 Þrátt fyrir að dalurinn hafi veikst taka markaðir úrslitum næturinnar fagnandi. Getty/Classen Rafael Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55