Dalurinn veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 10:31 Þrátt fyrir að dalurinn hafi veikst taka markaðir úrslitum næturinnar fagnandi. Getty/Classen Rafael Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. Nú á ellefta tímanum hefur lækkunin numið um 0,6% og stendur dalurinn því í um 120 krónum. Þrátt fyrir hóflega lækkun hefur gengi dalsins ekki verið veikara í næstum tvær vikur. Lækkunina má rekja beint til úrslita þingkosninga í Bandaríkjunum, þar sem demókratar öðluðust meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Greinendur vestanhafs telja að aukin ítök demókrata geti orðið til þess að torvelda innreið ýmissa „Trump-ískra“ efnahagsaðgerða; eins og frekari skattabreytinga eða stórfelldrar innviðauppbyggingar. Það er þó ekki útilokað að þeim verði hrint í framkvæmd en búast má við að aðgerðirnar muni taka einhverjum, jafnvel umfangsmiklum breytingum í meðförum þings sem lýtur stjórn Demókrataflokksins. Það geti orðið til þess að hægja á vexti hagkerfisins vestanhafs, sem mun um leið draga úr þrýstingnum á Seðlabanka Bandaríkjanna að hækka stýrivexti. Bandaríkjaforseti hefur opinberlega gagnrýnt peningastefnunefnd bankans fyrir stýrivaxtahækkanir ársins, sem nema alls um 0.5 prósentustigum. Það telst til tíðinda að forseti Bandaríkjanna segi Seðlabankanum til syndanna, enda leiddi til það til skjálfta á mörkuðum. Þrátt fyrir lækkun dalsins hafa markaðir tekið tíðindum næturinnar fagnandi. Merkja má hækkanir á mörkuðum í Evrópu sem einna helst eru drifnar áfram af fyrirtækjum sem njóta góðs af veikari bandaríkjadal. Má í því samhengi nefna Rio Tinto og námurisann BHP Billiton sem hækkað hafa um ríflega 3% í kauphöllinni í Lundúnum. Þetta hefur jafnframt skilað sér í styrkingu evrópskra gjaldmiðla, en hækkunin það sem af er degi er þó ekki mikil.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar lækkanir á mörkuðum Miklar lækkanir hafa orðið á mörkuðum um allan heim eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna væru brjálaðar. 11. október 2018 08:55