Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 08:38 Repúblikaninn Marsha Blackburn er fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar fyrir hönd Tennessee. Vísir/AP Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40