Handbolti

Botnliðið skellti Íslandsmeisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur átti stórleik í kvöld.
Hrafnhildur átti stórleik í kvöld. vísir/ernir
Selfoss gerði sér lítið fyrir og skellti Íslandsmeisturum, 25-24, í Olís-deild kvenna en leikið var í Safamýrinni í kvöld.

Fyrir leikinn höfðu Selfyssingar ekki unnið leik og var á botni deildarinnar með eitt stig en Fram hafði ekki unnið í síðustu tveimur leikjum.

Eftir fína byrjun Fram tóku gestirnir yfir og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Eftir dramatískar lokasekúndur stóðu svo gestirnir uppi með stigin tvö. Magnaður sigur.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var frábær í liði Selfyssinga. Hún skoraði þrettán mörk en í liði Fram var það Þórey Rósa Stefánsdóttir sem var markahæst með sex mörk.

Selfoss er því komið upp úr fallsæti og Stjarnan er komið á botninn. Fram er í þriðja sæti deildarinnar með tvö töp og eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×