Handbolti

Lokaskotið: „Erfitt að finna einhvern sem er búinn að vera góður í sjö umferðir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi og þar var mikið fjör. Ýmis málefni voru rædd.

Eins og alltaf var lokaskotið undir lok þáttar þar sem þrjú málefni eru rædd en í gær var fyrsta umræðuefnið hvort að ætti að framlengja.

Næsta spurning fjallaði um hvaða lið sérfræðingarnir, Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunar Einarsson, hefðu mestar áhyggjur af og síðasta var um markverði deildarinnar.

„Það er erfitt að finna einhvern sem er búinn að vera góður í sjö umferðir,“ sagði Jóhann Gunnar áður en Basti, fyrrum markvarðargoðsögn, tók við boltanum:

„Þeir eru búnir að vera svona upp og niður. Arnór er búinn að eiga flotta leiki og Daníel einn og einn leik. Kolbeinn eftir að hann kom aftur,“ en hvaða markvörð myndi Basti velja í sitt lið?

„Ég get ekki valið einhvern einn en tölfræðin segir það. Arnór Freyr Stefánsson.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×