Handbolti

Agnar Smári: Er svo steiktur að mér er slétt sama

Einar Kárason skrifar
Agnar í leik með Val í vetur.
Agnar í leik með Val í vetur. vísir/bára
„Mér líður vel hér og hef spilað marga af mínum bestu leiknum hér á þessum velli og eins og Gunnar Berg (Viktorsson) sagði (í Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport) að ég þyrfti bara að koma til Eyja og þá myndi ég verða góður,” sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, eftir leik liðsins gegn ÍBV í kvöld.

Valur vann 30-28 útisigur en sem kunnugt er var Agnar Smári að spila gegn sínum gömlu félögum. Hann fór á kostum og skoraði níu mörk.

„Ég er ekkert að stressa mig (eftir dræma byrjun móts). Þetta kemur hægt og rólega. Ég er ekki meistari í október.”

Allt virtist sjóða upp úr í lokin þegar menn fuku af velli, hægri vinstri, og sumir oftar en aðrir. Hvað gekk á?

„Ég hef ekki hugmynd sko. Ég var hinu megin á vellinum. Ætli það séu ekki bara litlu hlutirnir. Menn voru ekki alveg með fókus á þessu.”

Eyjamenn minnkuðu muninn, mönnum fleiri, undir lokin en Agnar fann ekki fyrir stressi.

„Mér líður svo fáránlega vel hérna að ég hafði aldrei áhyggjur.”

„Hrós til allra. Við spiluðum frábæra vörn og frábæra sókn. Við missum stóran bút úr vörninni þegar Orri (Freyr Gíslason) fær rautt. Við spilum bara vel úr því. Gerum góða hluti og loksins erum við svona ‘on point’ eiginlega allan leikinn.”

„Jú jú, ég er svona steiktur að mér er svona slétt sama sko. Ég er bara að spila handbolta og geri það á fullu og eftir leik eru þeir allir félagar mínir,” sagði Agnar að lokum aðspurður hvernig það væri að spila á móti sínum gömlu félögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×