Biðin eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum lengist Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 19:14 Kelsey Grammer, fyrir miðju, ásamt leikurum þáttanna um Frasier Crane. Leikarinn Kelsey Grammer hafði lýst yfir áhuga að koma sjónvarpsþáttunum Frasier aftur á dagskrá. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir á tíunda áratug síðustu aldar en þeir sögðu frá lífi og störfum geðlæknisins Frasier Crane sem flytur aftur til heimaborgar sinnar Seattle. Frasier birtist fyrst á skjánum sem karakter í þáttunum Cheers, eða Staupasteini. Þar gerist hann útvarpsþáttastjórnandi sem veitir hlustendum ráð í beinni útsendingu á milli þess sem hann á í skrautlegum samskiptum við bróður sinn og föður.Ellefur þáttaraðir voru gerðar áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Nú mörgum árum síðar er Grammer í leit að góðum hugmyndum til að endurgera þættina en segist enn ekki hafa heyrt eina góða. 25 ár eru síðan fyrsti þátturinn var frumsýndur og voru leikararnir viðstaddir pallborðsumræður á USC gamanráðstefnunni um liðna helgi þar sem þeir ræddu meðal annars mögulegt framhald.Grammer sagðist hafa hitt fjölda handritshöfunda en hugmyndirnar hafi ekki kveikt áhuga. „Engin þeirra hefur haft þennan neista sem við leitum að,“ sagði Grammer og bætti við að leikarnir hefðu ekki áhuga á að fylgja nákvæmlegu sömu uppskrift aftur.Grammer bætti við að það kæmi ekki til greina að gera þættina án þeirra sem léku í þeim áður, þar á meðal David Hyde Pierce, sem lék bróður Frasier, Jana Leeves og Peri Gilpin. Sá sem lék föður Frasier, John Mahoney, lést í febrúar síðastliðnum. Það verður því nokkur bið eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum ef marka má þessar fregnir af gangi mála þegar kemur að nýjum Frasier þáttum. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikarinn Kelsey Grammer hafði lýst yfir áhuga að koma sjónvarpsþáttunum Frasier aftur á dagskrá. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir á tíunda áratug síðustu aldar en þeir sögðu frá lífi og störfum geðlæknisins Frasier Crane sem flytur aftur til heimaborgar sinnar Seattle. Frasier birtist fyrst á skjánum sem karakter í þáttunum Cheers, eða Staupasteini. Þar gerist hann útvarpsþáttastjórnandi sem veitir hlustendum ráð í beinni útsendingu á milli þess sem hann á í skrautlegum samskiptum við bróður sinn og föður.Ellefur þáttaraðir voru gerðar áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Nú mörgum árum síðar er Grammer í leit að góðum hugmyndum til að endurgera þættina en segist enn ekki hafa heyrt eina góða. 25 ár eru síðan fyrsti þátturinn var frumsýndur og voru leikararnir viðstaddir pallborðsumræður á USC gamanráðstefnunni um liðna helgi þar sem þeir ræddu meðal annars mögulegt framhald.Grammer sagðist hafa hitt fjölda handritshöfunda en hugmyndirnar hafi ekki kveikt áhuga. „Engin þeirra hefur haft þennan neista sem við leitum að,“ sagði Grammer og bætti við að leikarnir hefðu ekki áhuga á að fylgja nákvæmlegu sömu uppskrift aftur.Grammer bætti við að það kæmi ekki til greina að gera þættina án þeirra sem léku í þeim áður, þar á meðal David Hyde Pierce, sem lék bróður Frasier, Jana Leeves og Peri Gilpin. Sá sem lék föður Frasier, John Mahoney, lést í febrúar síðastliðnum. Það verður því nokkur bið eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum ef marka má þessar fregnir af gangi mála þegar kemur að nýjum Frasier þáttum.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira