Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 19:43 Fulltrúar ýmissa ríkja hafa beint viðskiptum sínum að Trump-hótelinu í Washington-borg eftir að Trump varð forseti. Vísir/Getty Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira