Fólkið ekki yfirheyrt aftur fyrr en eftir helgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2018 10:40 Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið en það er alveg ónýtt. Vísir/Egill Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26