Vinna að framhaldi Gladiator Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 07:48 Russell Crowe fékk Óskarinn fyrir leik sinn í Gladiator. IMDB Leikstjórinn Ridley Scott hefur hafið vinnu við að koma framhaldi Óskarsverðlaunamyndarinnar Gladiator í bíó. Greint er frá þessu á vef Deadline en þar er Peter Craig sagður skrifa handritið.Gladiator sagðir frá rómverska hershöfðingjanum Maximus, leikinn af Russell Crowe, sem er svikinn af Commodus keisara Rómar og skilinn eftir nær dauða en lífi á meðan fjölskylda hans var myrt á hrottalega hátt. Hann er neyddur til að gerast skylmingaþræll eftir að hafa verið handsamaður af þrælahöldurum. Hann nær þannig gífurlegri hylli og endar aftur í Róm þar sem hann hyggur á hefndir. Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun, þar á meðal besta mynd og Russell Crowe besti leikari, og þénaði um 460 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Ekki er vitað hvert sögusvið framhaldsmyndarinnar verður þar sem að Maximus lætur lífið í þeirri fyrstu.Deadline heldur því þó fram að myndin muni fjalla um Lucius, son Lucillu sem var systir Commudsar. Maximus bjargaði lífi Lucillu og Luciusar og hafði því mikil áhrif á drenginn. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Ridley Scott hefur hafið vinnu við að koma framhaldi Óskarsverðlaunamyndarinnar Gladiator í bíó. Greint er frá þessu á vef Deadline en þar er Peter Craig sagður skrifa handritið.Gladiator sagðir frá rómverska hershöfðingjanum Maximus, leikinn af Russell Crowe, sem er svikinn af Commodus keisara Rómar og skilinn eftir nær dauða en lífi á meðan fjölskylda hans var myrt á hrottalega hátt. Hann er neyddur til að gerast skylmingaþræll eftir að hafa verið handsamaður af þrælahöldurum. Hann nær þannig gífurlegri hylli og endar aftur í Róm þar sem hann hyggur á hefndir. Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun, þar á meðal besta mynd og Russell Crowe besti leikari, og þénaði um 460 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Ekki er vitað hvert sögusvið framhaldsmyndarinnar verður þar sem að Maximus lætur lífið í þeirri fyrstu.Deadline heldur því þó fram að myndin muni fjalla um Lucius, son Lucillu sem var systir Commudsar. Maximus bjargaði lífi Lucillu og Luciusar og hafði því mikil áhrif á drenginn.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira