Áfram íslenska Lilja Alfreðsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar