Facebook sagt rúið öllu trausti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:30 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur átt erfitt ár. Vísir/getty Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira