Lögregla í Los Angeles handtók í dag Michael Avenatti, lögmann Stormy Daniels, vegna gruns um heimilisofbeldi.
BBC greinir frá því að hann á að hafa ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína, sem hafi verið „bólgin og marin“ eftir samskipti sín við Avanatti.
Avenatti er lögmaður klámmyndastjörnunnar fyrrverandi, Stormy Daniels, sem fékk greiddar háar fjárhæðir frá Michael Cohen, lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Snerist greiðslan um að Daniels myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með Trump árið 2006.
TMZ greinir frá því að lögregla í Los Angeles hafi verið kölluð út að íbúðabyggingu í borginni fyrr í dag. Hafi lögregla rætt við Avanatti í nokkrar mínútur áður en hann var handtekinn.
Avanatti gekk í hjónaband með konunni árið 2011, en sótti um skilnað árið 2017.
Lögmaður Stormy Daniels handtekinn vegna gruns um heimilsofbeldi

Tengdar fréttir

Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók
Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku.

Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá
Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað.

Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum.