Þýska Playboy biðst afsökunar á viðtali þar sem goðsögn kallaði Tarantino drasl Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 22:51 Quentin Tarantino og Ennio Morricone á frumsýningu The Hateful Eight árið 2016. Vísir/EPA Þýska útgáfa tímaritsins Playboy hefur viðurkennt að hafa haft rangt eftir ítalska kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone í viðtali sem hefur vakið mikil umtal í vikunni. Í viðtalinu var haft eftir Morricone að leikstjórinn Quentin Tarantino væri afstyrmi og myndir hans væru drasl. Hinni níræði Morricone er löngu orðinn goðsögn fyrir tónlist sína í kvikmyndum. Hann hafði fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna áður enn hann vann þau loksins fyrir tónlist í kvikmyndinni Hateful Eight, en leikstjóri hennar var einmitt fyrrnefndur Quentin Tarantino. Myndin kom út árið 2016 en áður hafði Morricone hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Morricone neitaði að hafa kallað Tarantino afstyrmi og myndir hans drasl í viðtalinu við þýska Playboy og hótaði að höfða mál gegn blaðinu. Tímaritið stóð við viðtalið í fyrstu en í dag viðurkenndi ritstjórinn, Florian Boitin, að sum ummælin í viðtalinu væru röng.Ennio Morricone með Óskarinn sem hann hlaut fyrir tónlistina í The Hateful Eight.Vísir/EPAÍ yfirlýsingu sem Boitin sendi frá sér segir að sá sem tók viðtalið sé verktaki sem talinn var vandaður og að þau hefðu ekki haft neina ástæðu til að efast um vinnubrögð hans. Nýjustu upplýsingar bendi þó til þess að rangt hafi verið haft eftir Morricone. Blaðamaðurinn sem um ræðir er Marcel Anders en viðtalið var tekið í júní síðastliðnum á heimili Morricone í Róm. Viðtalið var birt í desember útgáfu tímaritsins. Ritstjórinn tók þó ekki fram hvað það var sem var ranglega haft eftir Morricone. Fyrir Hateful Eight hafði Morricone unnið með Tarantino að fjórum myndum, Django Unchained, Inglourius Basterds og Kill Bill-myndunum tveimur. Árið 2013 hét Morricone því að starfa aldrei aftur með Tarantino því honum fannst hann nota tónlist sína samhengislaust í kvikmyndum leikstjórans.Morricone sagði við ítalska fjölmiðla að Tarantino hefði beðið hann um að semja tónlist fyrir Inglourious Basterds en Morricone sagðist ekki vilja það því leikstjórinn hefði ekki gefið honum nægan tíma . Tarantino hefði því ákveðið að notast við tónlist sem Morricone samdi áður. Sagði Morricone að Tarantino setti tónlist í kvikmyndir sínar án þess að huga að samhengi og það væru slæm vinnubrögð. Spurður hvernig honum líkaði Django Unchained sagðist hann ekki hrifinn því myndin væri alltof blóðug.Tónlist Morricone í vestramyndum leikstjórans Sergio Leone, The Good The Bad and the Ugly og A Fistful of Dollars, þykir með hans bestu verkum sem má hlýða á hér fyrir neðan: Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þýska útgáfa tímaritsins Playboy hefur viðurkennt að hafa haft rangt eftir ítalska kvikmyndatónskáldinu Ennio Morricone í viðtali sem hefur vakið mikil umtal í vikunni. Í viðtalinu var haft eftir Morricone að leikstjórinn Quentin Tarantino væri afstyrmi og myndir hans væru drasl. Hinni níræði Morricone er löngu orðinn goðsögn fyrir tónlist sína í kvikmyndum. Hann hafði fimm sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna áður enn hann vann þau loksins fyrir tónlist í kvikmyndinni Hateful Eight, en leikstjóri hennar var einmitt fyrrnefndur Quentin Tarantino. Myndin kom út árið 2016 en áður hafði Morricone hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar.Morricone neitaði að hafa kallað Tarantino afstyrmi og myndir hans drasl í viðtalinu við þýska Playboy og hótaði að höfða mál gegn blaðinu. Tímaritið stóð við viðtalið í fyrstu en í dag viðurkenndi ritstjórinn, Florian Boitin, að sum ummælin í viðtalinu væru röng.Ennio Morricone með Óskarinn sem hann hlaut fyrir tónlistina í The Hateful Eight.Vísir/EPAÍ yfirlýsingu sem Boitin sendi frá sér segir að sá sem tók viðtalið sé verktaki sem talinn var vandaður og að þau hefðu ekki haft neina ástæðu til að efast um vinnubrögð hans. Nýjustu upplýsingar bendi þó til þess að rangt hafi verið haft eftir Morricone. Blaðamaðurinn sem um ræðir er Marcel Anders en viðtalið var tekið í júní síðastliðnum á heimili Morricone í Róm. Viðtalið var birt í desember útgáfu tímaritsins. Ritstjórinn tók þó ekki fram hvað það var sem var ranglega haft eftir Morricone. Fyrir Hateful Eight hafði Morricone unnið með Tarantino að fjórum myndum, Django Unchained, Inglourius Basterds og Kill Bill-myndunum tveimur. Árið 2013 hét Morricone því að starfa aldrei aftur með Tarantino því honum fannst hann nota tónlist sína samhengislaust í kvikmyndum leikstjórans.Morricone sagði við ítalska fjölmiðla að Tarantino hefði beðið hann um að semja tónlist fyrir Inglourious Basterds en Morricone sagðist ekki vilja það því leikstjórinn hefði ekki gefið honum nægan tíma . Tarantino hefði því ákveðið að notast við tónlist sem Morricone samdi áður. Sagði Morricone að Tarantino setti tónlist í kvikmyndir sínar án þess að huga að samhengi og það væru slæm vinnubrögð. Spurður hvernig honum líkaði Django Unchained sagðist hann ekki hrifinn því myndin væri alltof blóðug.Tónlist Morricone í vestramyndum leikstjórans Sergio Leone, The Good The Bad and the Ugly og A Fistful of Dollars, þykir með hans bestu verkum sem má hlýða á hér fyrir neðan:
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira