Háskalegt tvíræði Þröstur Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Þótt enn finnist einstaklingar sem hrista höfuðið í afneitun um ábyrgð mannskepnunnar á hlýnun jarðar þá minnir veðrátta og sífelldar hamfarir á að veðurlagið breytist hratt. Takist okkur ekki að stemma tímanlega stigu við yfirvofandi vá, mun hluti jarðarinnar verða óbyggilegur. Með bráðnun íss á heimskautasvæðunum og þarafleiðandi hækkun sjávarmáls samfara ofþornun heimssvæða munu milljónir flóttafólks leggja lönd undir fót í leit að lífvænlegum landsvæðum. Flóttafólk flykkist nú þegar norður á bóginn vegna þurrka bæði til Evrópu og BNA. Hermönnum á landamærum BNA verður skipað að beita skotvopnum til að stöðva för þessa örvæntingarfulla fólks, sem engu hefur að tapa nema lífinu. Parísarsamkomulagið er sagt vera síðasta tækifærið til að afstýra hamförunum. Þótt málamiðlunin sem þjóðarleiðtogarnir sættust þar á, hafi ekki verið sérstaklega róttæk, þá er ljóst að árangurinn almennt er óburðugur. Vestræn neysluhyggja er í miklum landvinningum víða um heim. Fáir virðast reiðubúnir til að slaka á. Við Íslendingar höfum farið okkar fram án tillits til samkomumála og sáttmála. Við erum með áform um mikla aukningu nánast á öllum sviðum efnahagsumsvifa, fyrirætlanir sem munu enn auka á losun okkar. Það mun verða okkur dýrkeypt. Engin þjóð í Evrópu losar hlutfallslega meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið en við. Flest öll athafnasvið okkar eru þar stórtæk. Undanskilin frá þessu er þó innlend orkuöflun. Stóriðjan, sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn og ferðaiðnaðurinn eru allt atvinnugreinar sem losa mikinn koltvísýring. Þá losa flutningar í lofti og á legi ásamt stóriðju mikið. Þá má geta þess að gámatröll sjóflutninga eru sögð menga og losa meira en allur bílaflotinn. Flugvélar eru heldur engin lofthreinsunarverkfæri. Lífsmáti okkar er skaðlegur fyrir jörð, loft og lög. Langmest þekkt losun kolefnis hérlendis kemur frá þrennunni sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Vegna þess hve árangur okkar er öfugsnúinn er áríðandi að forgangsraða aðgerðum rétt. Við þurfum að hefjast handa þar sem losunin er langmest. Banvænt er að slá hlífðarskildi um þau svið, þar sem yfirgnæfandi hluti losunarinnar á sér stað, þ.e. í landbúnaði ásamt landnotkun og sjávarútvegi. Langstærsti einstaki, þekkti orsakavaldur losunar koltvísýrings hérlendis kemur frá því sem kallað er landnotkun. Talið er að eyðiflákar, ofbeitt rýrt land og framræstar mýrar telji um ? hluta þeirrar losunar, sem við sem þjóð berum ábyrgð á. Aukin skógrækt þarf að ráðast á uppblásturs- og ofbeitarsvæði en láta gras- og kjarrlendi sitja á hakanum. Landgræðslan verður að einhenda sér í eyðiflákana og setja verður tvíefldan kraft í endurheimt votlendis. Aðeins vatn bindur losun.Allt í plati? Ríkisstjórnin hefur nýlega greint frá áherslum sínum í loftslagsmálum. Þar er gert ráð fyrir að verja 6,8 milljörðum króna næstu sex árin, að jafnaði 1,3 milljörðum króna að jafnaði á ári eða tæpum 0,20% af ríkisútgjöldum. Þessi fjárupphæð er okkar framlag til björgunar jörðinni frá því að verða nánast óbyggileg. Á sama tíma erum við að veita ótalda milljarða árlega til að offramleiða lambakjöt til ríkisstyrkts útflutnings! Það vekur athygli að samtímis þessum ágætu áformum fer íslenskur ráðherra alla leið til Kína til að fá þarlenda til að kaupa héðan lambakjöt. Ráðherra stundar þarna markaðsstarf til að hægt sé að halda áfram offramleiðslu á kjöti sem er mjög losunarrík starfsemi. Kínverjar eru sniðugir. Þeir láta Suður-Ameríku og einstaka önnur lönd sjá sér fyrir kjöti, en framleiðsla þess er afar skaðleg vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og óhóflegrar vatnsnotkunar. Jafnframt greindu fréttir frá því að tekist hefði að selja 500 tonn af lambakjöti til Indlands! Ekki bara framleiðsla kjötsins hér heima, heldur ekki síður kolsvart kolefnisspor flutninganna yfir meira en hálfan hnöttinn, gengur þvert á yfirlýsingar og skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Hvers konar tvískinnungur og blekking eru hér á ferð. Er þetta kannski allt í plati? Er það virkilega á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar að niðurgreiða framleiðslu og flutning lambakjöts alla leið til Austur-Asíu, sem auka mun kolefnisspor okkar verulega á sama tíma og verið er eyða fjármunum í að binda losun hér heima? Á að standa þannig að málum að allir aðrir en stóriðja, sjávarútvegur og landbúnaður gangist undir skuldbindingar sem leiða eiga til minni losunar, meðan þeir sem bera stærsta ábyrgð á henni verða undanskildir, og það á umhverfisvakt VG? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þótt enn finnist einstaklingar sem hrista höfuðið í afneitun um ábyrgð mannskepnunnar á hlýnun jarðar þá minnir veðrátta og sífelldar hamfarir á að veðurlagið breytist hratt. Takist okkur ekki að stemma tímanlega stigu við yfirvofandi vá, mun hluti jarðarinnar verða óbyggilegur. Með bráðnun íss á heimskautasvæðunum og þarafleiðandi hækkun sjávarmáls samfara ofþornun heimssvæða munu milljónir flóttafólks leggja lönd undir fót í leit að lífvænlegum landsvæðum. Flóttafólk flykkist nú þegar norður á bóginn vegna þurrka bæði til Evrópu og BNA. Hermönnum á landamærum BNA verður skipað að beita skotvopnum til að stöðva för þessa örvæntingarfulla fólks, sem engu hefur að tapa nema lífinu. Parísarsamkomulagið er sagt vera síðasta tækifærið til að afstýra hamförunum. Þótt málamiðlunin sem þjóðarleiðtogarnir sættust þar á, hafi ekki verið sérstaklega róttæk, þá er ljóst að árangurinn almennt er óburðugur. Vestræn neysluhyggja er í miklum landvinningum víða um heim. Fáir virðast reiðubúnir til að slaka á. Við Íslendingar höfum farið okkar fram án tillits til samkomumála og sáttmála. Við erum með áform um mikla aukningu nánast á öllum sviðum efnahagsumsvifa, fyrirætlanir sem munu enn auka á losun okkar. Það mun verða okkur dýrkeypt. Engin þjóð í Evrópu losar hlutfallslega meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið en við. Flest öll athafnasvið okkar eru þar stórtæk. Undanskilin frá þessu er þó innlend orkuöflun. Stóriðjan, sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn og ferðaiðnaðurinn eru allt atvinnugreinar sem losa mikinn koltvísýring. Þá losa flutningar í lofti og á legi ásamt stóriðju mikið. Þá má geta þess að gámatröll sjóflutninga eru sögð menga og losa meira en allur bílaflotinn. Flugvélar eru heldur engin lofthreinsunarverkfæri. Lífsmáti okkar er skaðlegur fyrir jörð, loft og lög. Langmest þekkt losun kolefnis hérlendis kemur frá þrennunni sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Vegna þess hve árangur okkar er öfugsnúinn er áríðandi að forgangsraða aðgerðum rétt. Við þurfum að hefjast handa þar sem losunin er langmest. Banvænt er að slá hlífðarskildi um þau svið, þar sem yfirgnæfandi hluti losunarinnar á sér stað, þ.e. í landbúnaði ásamt landnotkun og sjávarútvegi. Langstærsti einstaki, þekkti orsakavaldur losunar koltvísýrings hérlendis kemur frá því sem kallað er landnotkun. Talið er að eyðiflákar, ofbeitt rýrt land og framræstar mýrar telji um ? hluta þeirrar losunar, sem við sem þjóð berum ábyrgð á. Aukin skógrækt þarf að ráðast á uppblásturs- og ofbeitarsvæði en láta gras- og kjarrlendi sitja á hakanum. Landgræðslan verður að einhenda sér í eyðiflákana og setja verður tvíefldan kraft í endurheimt votlendis. Aðeins vatn bindur losun.Allt í plati? Ríkisstjórnin hefur nýlega greint frá áherslum sínum í loftslagsmálum. Þar er gert ráð fyrir að verja 6,8 milljörðum króna næstu sex árin, að jafnaði 1,3 milljörðum króna að jafnaði á ári eða tæpum 0,20% af ríkisútgjöldum. Þessi fjárupphæð er okkar framlag til björgunar jörðinni frá því að verða nánast óbyggileg. Á sama tíma erum við að veita ótalda milljarða árlega til að offramleiða lambakjöt til ríkisstyrkts útflutnings! Það vekur athygli að samtímis þessum ágætu áformum fer íslenskur ráðherra alla leið til Kína til að fá þarlenda til að kaupa héðan lambakjöt. Ráðherra stundar þarna markaðsstarf til að hægt sé að halda áfram offramleiðslu á kjöti sem er mjög losunarrík starfsemi. Kínverjar eru sniðugir. Þeir láta Suður-Ameríku og einstaka önnur lönd sjá sér fyrir kjöti, en framleiðsla þess er afar skaðleg vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og óhóflegrar vatnsnotkunar. Jafnframt greindu fréttir frá því að tekist hefði að selja 500 tonn af lambakjöti til Indlands! Ekki bara framleiðsla kjötsins hér heima, heldur ekki síður kolsvart kolefnisspor flutninganna yfir meira en hálfan hnöttinn, gengur þvert á yfirlýsingar og skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Hvers konar tvískinnungur og blekking eru hér á ferð. Er þetta kannski allt í plati? Er það virkilega á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar að niðurgreiða framleiðslu og flutning lambakjöts alla leið til Austur-Asíu, sem auka mun kolefnisspor okkar verulega á sama tíma og verið er eyða fjármunum í að binda losun hér heima? Á að standa þannig að málum að allir aðrir en stóriðja, sjávarútvegur og landbúnaður gangist undir skuldbindingar sem leiða eiga til minni losunar, meðan þeir sem bera stærsta ábyrgð á henni verða undanskildir, og það á umhverfisvakt VG?
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun