Háskalegt tvíræði Þröstur Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Þótt enn finnist einstaklingar sem hrista höfuðið í afneitun um ábyrgð mannskepnunnar á hlýnun jarðar þá minnir veðrátta og sífelldar hamfarir á að veðurlagið breytist hratt. Takist okkur ekki að stemma tímanlega stigu við yfirvofandi vá, mun hluti jarðarinnar verða óbyggilegur. Með bráðnun íss á heimskautasvæðunum og þarafleiðandi hækkun sjávarmáls samfara ofþornun heimssvæða munu milljónir flóttafólks leggja lönd undir fót í leit að lífvænlegum landsvæðum. Flóttafólk flykkist nú þegar norður á bóginn vegna þurrka bæði til Evrópu og BNA. Hermönnum á landamærum BNA verður skipað að beita skotvopnum til að stöðva för þessa örvæntingarfulla fólks, sem engu hefur að tapa nema lífinu. Parísarsamkomulagið er sagt vera síðasta tækifærið til að afstýra hamförunum. Þótt málamiðlunin sem þjóðarleiðtogarnir sættust þar á, hafi ekki verið sérstaklega róttæk, þá er ljóst að árangurinn almennt er óburðugur. Vestræn neysluhyggja er í miklum landvinningum víða um heim. Fáir virðast reiðubúnir til að slaka á. Við Íslendingar höfum farið okkar fram án tillits til samkomumála og sáttmála. Við erum með áform um mikla aukningu nánast á öllum sviðum efnahagsumsvifa, fyrirætlanir sem munu enn auka á losun okkar. Það mun verða okkur dýrkeypt. Engin þjóð í Evrópu losar hlutfallslega meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið en við. Flest öll athafnasvið okkar eru þar stórtæk. Undanskilin frá þessu er þó innlend orkuöflun. Stóriðjan, sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn og ferðaiðnaðurinn eru allt atvinnugreinar sem losa mikinn koltvísýring. Þá losa flutningar í lofti og á legi ásamt stóriðju mikið. Þá má geta þess að gámatröll sjóflutninga eru sögð menga og losa meira en allur bílaflotinn. Flugvélar eru heldur engin lofthreinsunarverkfæri. Lífsmáti okkar er skaðlegur fyrir jörð, loft og lög. Langmest þekkt losun kolefnis hérlendis kemur frá þrennunni sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Vegna þess hve árangur okkar er öfugsnúinn er áríðandi að forgangsraða aðgerðum rétt. Við þurfum að hefjast handa þar sem losunin er langmest. Banvænt er að slá hlífðarskildi um þau svið, þar sem yfirgnæfandi hluti losunarinnar á sér stað, þ.e. í landbúnaði ásamt landnotkun og sjávarútvegi. Langstærsti einstaki, þekkti orsakavaldur losunar koltvísýrings hérlendis kemur frá því sem kallað er landnotkun. Talið er að eyðiflákar, ofbeitt rýrt land og framræstar mýrar telji um ? hluta þeirrar losunar, sem við sem þjóð berum ábyrgð á. Aukin skógrækt þarf að ráðast á uppblásturs- og ofbeitarsvæði en láta gras- og kjarrlendi sitja á hakanum. Landgræðslan verður að einhenda sér í eyðiflákana og setja verður tvíefldan kraft í endurheimt votlendis. Aðeins vatn bindur losun.Allt í plati? Ríkisstjórnin hefur nýlega greint frá áherslum sínum í loftslagsmálum. Þar er gert ráð fyrir að verja 6,8 milljörðum króna næstu sex árin, að jafnaði 1,3 milljörðum króna að jafnaði á ári eða tæpum 0,20% af ríkisútgjöldum. Þessi fjárupphæð er okkar framlag til björgunar jörðinni frá því að verða nánast óbyggileg. Á sama tíma erum við að veita ótalda milljarða árlega til að offramleiða lambakjöt til ríkisstyrkts útflutnings! Það vekur athygli að samtímis þessum ágætu áformum fer íslenskur ráðherra alla leið til Kína til að fá þarlenda til að kaupa héðan lambakjöt. Ráðherra stundar þarna markaðsstarf til að hægt sé að halda áfram offramleiðslu á kjöti sem er mjög losunarrík starfsemi. Kínverjar eru sniðugir. Þeir láta Suður-Ameríku og einstaka önnur lönd sjá sér fyrir kjöti, en framleiðsla þess er afar skaðleg vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og óhóflegrar vatnsnotkunar. Jafnframt greindu fréttir frá því að tekist hefði að selja 500 tonn af lambakjöti til Indlands! Ekki bara framleiðsla kjötsins hér heima, heldur ekki síður kolsvart kolefnisspor flutninganna yfir meira en hálfan hnöttinn, gengur þvert á yfirlýsingar og skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Hvers konar tvískinnungur og blekking eru hér á ferð. Er þetta kannski allt í plati? Er það virkilega á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar að niðurgreiða framleiðslu og flutning lambakjöts alla leið til Austur-Asíu, sem auka mun kolefnisspor okkar verulega á sama tíma og verið er eyða fjármunum í að binda losun hér heima? Á að standa þannig að málum að allir aðrir en stóriðja, sjávarútvegur og landbúnaður gangist undir skuldbindingar sem leiða eiga til minni losunar, meðan þeir sem bera stærsta ábyrgð á henni verða undanskildir, og það á umhverfisvakt VG? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þótt enn finnist einstaklingar sem hrista höfuðið í afneitun um ábyrgð mannskepnunnar á hlýnun jarðar þá minnir veðrátta og sífelldar hamfarir á að veðurlagið breytist hratt. Takist okkur ekki að stemma tímanlega stigu við yfirvofandi vá, mun hluti jarðarinnar verða óbyggilegur. Með bráðnun íss á heimskautasvæðunum og þarafleiðandi hækkun sjávarmáls samfara ofþornun heimssvæða munu milljónir flóttafólks leggja lönd undir fót í leit að lífvænlegum landsvæðum. Flóttafólk flykkist nú þegar norður á bóginn vegna þurrka bæði til Evrópu og BNA. Hermönnum á landamærum BNA verður skipað að beita skotvopnum til að stöðva för þessa örvæntingarfulla fólks, sem engu hefur að tapa nema lífinu. Parísarsamkomulagið er sagt vera síðasta tækifærið til að afstýra hamförunum. Þótt málamiðlunin sem þjóðarleiðtogarnir sættust þar á, hafi ekki verið sérstaklega róttæk, þá er ljóst að árangurinn almennt er óburðugur. Vestræn neysluhyggja er í miklum landvinningum víða um heim. Fáir virðast reiðubúnir til að slaka á. Við Íslendingar höfum farið okkar fram án tillits til samkomumála og sáttmála. Við erum með áform um mikla aukningu nánast á öllum sviðum efnahagsumsvifa, fyrirætlanir sem munu enn auka á losun okkar. Það mun verða okkur dýrkeypt. Engin þjóð í Evrópu losar hlutfallslega meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið en við. Flest öll athafnasvið okkar eru þar stórtæk. Undanskilin frá þessu er þó innlend orkuöflun. Stóriðjan, sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn og ferðaiðnaðurinn eru allt atvinnugreinar sem losa mikinn koltvísýring. Þá losa flutningar í lofti og á legi ásamt stóriðju mikið. Þá má geta þess að gámatröll sjóflutninga eru sögð menga og losa meira en allur bílaflotinn. Flugvélar eru heldur engin lofthreinsunarverkfæri. Lífsmáti okkar er skaðlegur fyrir jörð, loft og lög. Langmest þekkt losun kolefnis hérlendis kemur frá þrennunni sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Vegna þess hve árangur okkar er öfugsnúinn er áríðandi að forgangsraða aðgerðum rétt. Við þurfum að hefjast handa þar sem losunin er langmest. Banvænt er að slá hlífðarskildi um þau svið, þar sem yfirgnæfandi hluti losunarinnar á sér stað, þ.e. í landbúnaði ásamt landnotkun og sjávarútvegi. Langstærsti einstaki, þekkti orsakavaldur losunar koltvísýrings hérlendis kemur frá því sem kallað er landnotkun. Talið er að eyðiflákar, ofbeitt rýrt land og framræstar mýrar telji um ? hluta þeirrar losunar, sem við sem þjóð berum ábyrgð á. Aukin skógrækt þarf að ráðast á uppblásturs- og ofbeitarsvæði en láta gras- og kjarrlendi sitja á hakanum. Landgræðslan verður að einhenda sér í eyðiflákana og setja verður tvíefldan kraft í endurheimt votlendis. Aðeins vatn bindur losun.Allt í plati? Ríkisstjórnin hefur nýlega greint frá áherslum sínum í loftslagsmálum. Þar er gert ráð fyrir að verja 6,8 milljörðum króna næstu sex árin, að jafnaði 1,3 milljörðum króna að jafnaði á ári eða tæpum 0,20% af ríkisútgjöldum. Þessi fjárupphæð er okkar framlag til björgunar jörðinni frá því að verða nánast óbyggileg. Á sama tíma erum við að veita ótalda milljarða árlega til að offramleiða lambakjöt til ríkisstyrkts útflutnings! Það vekur athygli að samtímis þessum ágætu áformum fer íslenskur ráðherra alla leið til Kína til að fá þarlenda til að kaupa héðan lambakjöt. Ráðherra stundar þarna markaðsstarf til að hægt sé að halda áfram offramleiðslu á kjöti sem er mjög losunarrík starfsemi. Kínverjar eru sniðugir. Þeir láta Suður-Ameríku og einstaka önnur lönd sjá sér fyrir kjöti, en framleiðsla þess er afar skaðleg vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og óhóflegrar vatnsnotkunar. Jafnframt greindu fréttir frá því að tekist hefði að selja 500 tonn af lambakjöti til Indlands! Ekki bara framleiðsla kjötsins hér heima, heldur ekki síður kolsvart kolefnisspor flutninganna yfir meira en hálfan hnöttinn, gengur þvert á yfirlýsingar og skuldbindingar okkar í loftslagsmálum. Hvers konar tvískinnungur og blekking eru hér á ferð. Er þetta kannski allt í plati? Er það virkilega á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar að niðurgreiða framleiðslu og flutning lambakjöts alla leið til Austur-Asíu, sem auka mun kolefnisspor okkar verulega á sama tíma og verið er eyða fjármunum í að binda losun hér heima? Á að standa þannig að málum að allir aðrir en stóriðja, sjávarútvegur og landbúnaður gangist undir skuldbindingar sem leiða eiga til minni losunar, meðan þeir sem bera stærsta ábyrgð á henni verða undanskildir, og það á umhverfisvakt VG?
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun