Fylgjast þarf vel með náttúrunni á Þingvöllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie. Þjóðgarðar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie.
Þjóðgarðar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira