Atkvæði verða talin aftur á Flórída undir svikabrigslum forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 20:15 Hópur fólks krefst þess að öll atkvæði verði talin á Flórída. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila