Megum ekki hika í sóknarleiknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2018 10:00 Elvar Friðriksson er einn þeirra sem koma til greina til að leysa stöðu leikstjórnandans í kvöld. Fréttablaðið/sigtryggur Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira