Megum ekki hika í sóknarleiknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2018 10:00 Elvar Friðriksson er einn þeirra sem koma til greina til að leysa stöðu leikstjórnandans í kvöld. Fréttablaðið/sigtryggur Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum