Handbolti

Björgvin skoraði tvö mörk í tapi Skjern

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Páll Gústavsson er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins
Björgvin Páll Gústavsson er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins vísir/getty
Björgvin Páll Gústavsson varði tvo bolta og skoraði tvö mörk í tapi Danmerkurmeistara Skjern fyrir TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn sat á bekknum stærstan hluta leiksins en náði þó að verja tvö skot af þeim níu sem hann fékk á sig. Þess að auki skoraði hann tvö mörk fyrir Skjern sem tapaði 28-24.

Gestirnir í Skjern byrjuðu leikinn betur og voru yfir nær allan fyrri hálfleik en staðan var jöfn 12-12 þegar flautað var til leikhlés.

Snemma í seinni hálfleik tóku heimamenn forystuna og héldu henni út leikinn.

TMS er nýliði í deildinni í ár og er í botnbaráttuni. Ríkjandi meistarar í Skjern sitja um miðja deild og eru tíu stigum frá toppliði Álaborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×