Handbolti

Björgvin dæmdur í eins leiks bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin í leik með ÍR
Björgvin í leik með ÍR vísir/bára
Björgvin Hólmgeirsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ. Grétar Eyþórsson og Tarik Kasumovic sluppu báðir við leikbönn.

Björgvin braut á Bjarka Má Gunnarssyni í leik ÍR og Stjörnunnar í Olísdeild karla um helgina.

„Hann hleypur aftan á mig, þetta leit örugglega mjög illa út. Ég ætlaði alls ekki að brjóta illa á honum, ætlaði bara að ná í boltann en ég flæktist eitthvað í fótunum á honum. Rautt er rautt og ég klúðraði þessu bara,“ sagði Björgvin um brotið í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Björgvin verður því ekki með ÍR gegn Akureyri á sunnudaginn kemur.

Grétar Eyþórsson, leikmaður ÍBV, fékk í gær beint rautt spjald í leik Hauka og ÍBV fyrir brot á Halldóri Inga Jónssyni seint í fyrri hálfleik. Aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að Grétar færi ekki í bann vegna brotsins ekki frekar en Tarik Kasumovic, leikmaður KA, sem var rekinn út af í leik ÍBV og KA 20. nóvember síðast liðinn.


Tengdar fréttir

Björgvin: Ég klúðraði þessu

Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, fékk beint rautt spjald í leik ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×